Ekkisens Artsist Portrait (1)

Freyja Eilíf, Katrína Mogensen, Kristín Morthens og Sara Björg sýna í Los Angeles

Freyja Eilíf, Katrína Mogensen, Kristín Morthens og Sara Björg sýna í Durden and Ray, Los Angeles. 

Synthetic Shorelines er samsýning átta íslenskra og bandarískra sem er sýningarstýrt af Freyju Eilíf í samvinnu við Durden and Ray, kollektíf sýningarstjóra og listamanna í Los Angeles. Á sýningunni eru framsett verk fjögurra íslenskra og fjögurra bandarískra listamanna sem skoða gervistrandlínur og manngerð landamæri, áferðir og formgerðir sem mætast í nýstárlegum hugmyndum og lifandi hugsunum. Listamenn sem eiga verk í sýningunni eru: Dani Dodge, David Leapman, Freyja Eilíf, Katrína Mogensen, Kristín Morthens, Sara Björg og Ty Pownall.

Sýningaropnun verður 10. nóvember 19:00 – 22:00 í Durden and Ray gallerí, 1206 Maple Ave, #823 og sýningin stendur opin til 1. desember. Þann 17. nóvember fremur Katrína Mogensen svo gjörninginn “Dog barks like girl” í rýminu.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com