Vinnustofuskipti SÍM - Úthlutun 2025
mánudagur, 9. desember 2024
Vinnustofuskipti SÍM - Úthlutun 2025
English below
Samband íslenskra myndlistarmanna og SÍM Residency bjóða félagsmönnum eins mánaðar vinnustofudvöl í Budapest Gallery, Ungverjalandi og Gjutars Residency, Finnlandi árið 2025.
Vinnustofuskiptin fela í sér að tveimur listamönnum frá Íslandi er boðið að dvelja í gestavinnustofum erlendis í einn mánuð og á móti koma tveir listamenn til landsins og dvelja í SÍM Residency í einn mánuð. Markmiðið er að listamenn fái tækifæri til þess að breyta um umhverfi, sækja innblástur og stækka tengslanet sitt þvert á listform.
Það gleður okkur að tilkynna að listamennirnir Berglind Erna Tryggvadóttir og Jóna Hlíf Halldórsdóttir hafa fengið úthlutað plássi í gestavinnustofuprógramminu á næsta ári.
Berglind Erna Tryggvadóttir er myndlistarmaður með aðsetur í Reykjavík. Stundaði nám í myndlist við Listaháskóla Íslands og ENPEG La Esmeralda í Mexíkóborg. Berglind hefur tekið þátt í mörgum sýningum bæði hér á landi og í Svíþjóð, Danmörku og Eistlandi. Berglind vinnur með ýmsa miðla; gjörningur, ljósmyndun, matur, uppákomur, myndband, uppsetning og texti. Hún mun dvelja í gestaíbúð Budapest Gallery í 2.-31. maí 2025.
Jóna Hlíf er fædd 1978 og býr og starfar í Reykjavík. Hún útskrifaðist frá Listaháskólanum á Akureyri 2005, lauk MFA gráðu frá Glasgow School of Art í Skotlandi 2007 og MA í listkennslu frá Listaháskólanum 2013. Hún er starfandi formaður Bandalags íslenskra listamanna og hefur víðtæka reynslu á sviði myndlistar og stjórnunar, en hún hefur verið starfandi myndlistarmaður frá árinu 2006. Jóna Hlíf mun dvelja í Gjutars Residency í Finnlandi 1. - 30. júní 2025.
//
The Association of Icelandic Visual Artists and SÍM Residency invite members for a one-month residency at Budapest Gallery, Hungary and Gjutars Residency, Finland in 2025.
The residency invites two artists from Iceland being to stay in the host country for one month, and two artists from abroad are invited to stay at SÍM Residency for a month in return. The aim of the residency is giving artists the opportunity to change their environment, gather inspiration and expand their network across art forms.
We are pleased to announce that Berglind Erna Tryggvadóttir and Jóna Hlíf Halldórsdóttir have been selected for the program next year.
Berglind Erna Tryggvadóttir is a visual artist based in Reykjavík, Iceland. Studied Fine Arts at the Iceland Art Academy and ENPEG La Esmeralda in Mexico City. Berglind has taken part in multiple exhibitions in Sweden, Iceland, Denmark and Estonia. Berglind works with various mediums; performance, photography, food, happenings, video, installation and text. She will be travelling to Budapest from the 2nd to 31st of May 2025.
Jóna Hlíf is born 1978 and lives and works in Reykjavík. She graduated from the Academy of Fine Arts in Akureyri in 2005, completed an MFA degree from Glasgow School of Art in Scotland in 2007 and an MA in art education from the Academy of Fine Arts in 2013. She is the acting chairman of the Federation of Icelandic Artists. Jóna Hlíf has extensive experience in the fields of the visual arts and their management, and has worked as an independent visual artist since 2006. Jóna Hlíf will be staying at the Gjutars Residency from 1st to 30th of June 2025.