top of page

Viðburður & opið hús í tilefni af 200 ára afmæli Hafnarstrætis 16

508A4884.JPG

föstudagur, 30. ágúst 2024

Viðburður & opið hús í tilefni af 200 ára afmæli Hafnarstrætis 16

Viðburður & opið hús í tilefni af 200 ára afmæli Hafnarstrætis 16
Laugardagur 7. september
Kl 13:00 - 17:00

Samband íslenskra myndlistarmann býður til afmælisfögnuðar í SÍM húsinu Hafnarstræti 16 með opnu húsi og viðburði laugardaginn 7. september kl 13:00-17:00. Þar gefst gestum tækifæri á að kynnast húsakynnum í Hafnarstræti 16 og fræðast um byggingu og viðhald eldri húsa í Reykjavík.

Í tilefni af afmælinu verður einnig haldin myndlistarsýning sem mun taka yfir sýningarsal SÍM í Hafnarstræti ásamt því að virkja garðinn og bygginguna að utan með nýju útilistaverki eftir Rögnu Róbertsdóttur, Vikram Pradhan og gjörningi ásamt öðrum nýjum verkum eftir Curro Rodriguez.

**Nánari dagskrá kynnt síðar.**

Frítt inn og allir velkomnir.

Viðburðurinn er hluti af dagskrá Menningarminjadaga Evrópu
#EHD #EHDIceland #menningarminjadagar

Unnið í samstarfi við Borgarsögusafn Reykjavíkur og Reykjavíkurborg.

****

Bílastæði

Engin almenn bílastæði eru í götunni. Hægt er að leggja í bílastæðahúsi Kalkofnsvegi 2 (220 metra fjarlægð) eða Vesturgötu 7 bílastæðahúsi (300 metra fjarlægð). Borga þarf fyrir stæði á báðum þessum stöðum. Það eru tvö bílastæði fyrir hreyfihamlaða í Hafnarstræti, eitt við horn Hafnarstrætis og Pósthússtrætis (1 mínútu ganga) og eitt fyrir framan Hafnarstræti 16.

Strætó

Strætó stoppar við Lækjartorg (1 mínútu ganga) og Ráðhúsið (5 mínútna ganga).

Aðgengi

Háir þröskuldar eru inn í húsið og sýningarsal. Hjólastólaaðgengi er um ramp í garðinum og inn um húsið að aftan. Engin lyfta er í húsinu.

Salerni

Í húsinu eru 2 salerni á 1. hæð. Eitt þeirra er hannað fyrir hreyfihamlaða og fólk í hjólastólum.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page