VAFNINGAR: Helga Pálína Brynjólfsdóttir og Sigurjón Ólafsson

fimmtudagur, 30. janúar 2025
VAFNINGAR: Helga Pálína Brynjólfsdóttir og Sigurjón Ólafsson
Sýningin VAFNINGAR með verkum Helgu Pálínu Brynjólfsdóttur og Sigurjóns Ólafssonar opnar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar laugardaginn 1. febrúar klukkan 15.
Verk Helgu Pálínu eru unnin í móberg, tré og textíl og einnig má sjá ný og eldri bókverk hennar, silkisjöl, handþrykkt og stafrænt prentuð þrykkmunstur. Sýning þessi var sett upp í París á liðnu ári, undir nafninu ENTRELACS, en er nú aðlöguð að rýminu í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar og sýnd með völdum höggmyndum Sigurjóns.
Sýningarstjóri er Svanborg Matthíasdóttir
Helga Pálína Brynjólfsdóttir útskrifaðist úr textíldeild UIAH, Listiðnaðarháskólanum í Helsinki, og hafði áður lokið B.Ed-prófi frá Kennaraháskóla Íslands. Hún vinnur að margvíslegum textílverkum og bókverkum og hefur tekið þátt í fjölda sýninga hér heima og erlendis. Hún hefur kennt textílþrykk í Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands og í Textíldeild Myndlistaskólans í Reykjavík.
English
The exhibition INTERLACED with works by Helga Pálína Brynjólfsdóttir and Sigurjón Ólafsson opens in the Sigurjón Ólafsson Museum Sunday February 1st at 3pm.
The artist Helga Pálína Brynjólfsdóttir works in many different materials, including Icelandic palagonite, wood, textiles, paper and silk. The works on this exhibition were shown at Appart_323 in Paris last year, but here they are set up to interact with some of Sigurjón Ólafsson´s sculptures which Helga Pálína has selected.
Curator Svanborg Matthíasdóttir
Helga Pálína Brynjólfsdóttir graduated from the textile department at The University of Art and Design in Helsinki, Finland. Prior to that she graduated with a B.Ed degree from the Iceland University of Education. Besides her art work she has taught textile printing at the department of design and architecture in the Iceland Academy of the Arts, and in the textile department of the Reykjavík School of Visual Art.
As a versatile artist she has participated in numerous art exhibitions in Iceland and abroad.