top of page

TORG Listamessa 2024: Opið fyrir umsóknir

508A4884.JPG

föstudagur, 17. maí 2024

TORG Listamessa 2024: Opið fyrir umsóknir

Umsóknarfrestur er til 9. júní 2024. Umsóknarfrestur er á miðnætti þann dag sem auglýst er. Vinsamlega lesið upplýsingarnar vandlega áður en sótt er um.

TORG – Listamessa í Reykjavík er haldin í sjötta sinn dagana 4.–13. október 2024 á Hlöðuloftinu, Korpúlfsstöðum. Sýningarstjóri er Paulina Kuhn.

Innblástur sýningarinnar í ár kemur úr ljóði Eggerts Ólafssonar ljóðskálds, eða eins og Paulina skrifar:

“Ég valdi ljóðið "Munaðardæla" vegna þess að það þýðir að hvert listaverk á sýningunni er eins og blóm eða dýr (eða vatn) í fallegum dal í fjöllunum - og því meira af þeim, því betur er hægt að sjá auðlegð og fjölbreytileika náttúrunnar og listarinnar.”

Meðfylgjandi er sýningartexti sem skýrir betur frá hugtakinu að baki sýningarinnar: https://drive.google.com/file/d/1JEcBsp-xHqqN3Wdk46Fa8n6ghwv1STdd/view?usp=drive_link

Listamenn með fjölbreyttan bakgrunn og sem vinna í fjölbreytta miðla eru hvattir til þess að sækja um.

Umsóknir skulu fylltar út á umsóknareyðublaði á vefsíðu SÍM: https://www.sim.is/torg-umsokn

Umsóknum skal fylgja ein PDF skrá með stuttri lýsingu á listamanni/ listamönnum, ferilsskrá / CV og sýnishorni af verkum (2-3 myndir).

Upplýsingar og verðskrá
Listamönnum stendur til boða að leigja sýningarbása sem samsettir eru úr hvítum þiljum og auðum veggum. Hvert þil er um það bil 1 metri á breidd og um 2 metrar á hæð. ​​

Hægt er að sækja um 6, 8, 10, 11 eða 12 metra bás. Verðlisti:
6 metrar - 63.000 kr
8 metrar - 84.000 kr
10 metrar - 105.000 kr
11 metrar - 115.000 kr
12 metrar - 126.000 kr

Athugið að fleiri en einn listamaður tekið sig saman um leigu á bás. Allir þátttakendur verða að vera fullgildir félagsmenn í SÍM.​

Sýningarnefnd fer yfir allar umsóknir að umsóknarfresti loknum. Öllum umsóknum svarað.

Athugið að takmarkaður fjöldi er í boði. Hægt að leita til okkar með sérstakar óskir með því að senda póst á sim@sim.is

Farið er fram á 15.000 kr staðfestingargjald sem dregið er af endanlegu básaverði. Gjaldið gildir sem staðfesting á þátttöku og fæst ekki endurgreitt.

Frekari upplýsingar veitir skrifstofa SÍM á sim@sim.is eða í síma 551 1346

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page