Taktu þátt í DesignMatch kaupstefnunni á HönnunarMars 2024
miðvikudagur, 27. mars 2024
Taktu þátt í DesignMatch kaupstefnunni á HönnunarMars 2024
Fyrir þau sem ekki þekkja DesignMatch er um að ræða kaupstefnu þar sem hönnuðir fá tækifæri til að kynna sig (sem hönnuði) og verkin sín fyrir erlendum kaupendum.
Hvenær: Föstudaginn 26. apríl frá kl. 09 - 15
Hvar: Landsbankinn, Reykjastræti 6, 101 Reykjavík
Fyrirkomulagið er þannig að hönnuðir senda inn max 5 síðna pdf portfolio þar sem þeir kynna sig og sín verk ásamt því að setja inn almennar upplýsingar og vefsíður.
Umsóknarfrestur til miðnættis mánudaginn 8. apríl
Í ár munu eftirfarandi fyrirtæki kynna sér íslenska hönnun með framtíðarsamstarf í huga:
FÓLK
NINE UNITED
NORMANN COPENHAGEN
YOUR BRAND PARTNER
Þessi fyrirtæki fá send pdf frá öllum hönnuðum sem sækja um og velja úr því 5-7 hönnuði til að hitta á örfundum.
Hvað er DesignMatch?
DesignMatch hefur verið á dagskrá HönnunarMars frá árinu 2010 og var síðast árið 2019. Það fer ekki alltaf hátt hvað kemur út úr DesignMatch enda tekur oft langan tíma að koma á samstarfi milli aðila. Í kjölfarið hafa nokkuð margir hönnuðir unnið með erlendum fyrirtækjum og íslenskar hönnunarvörur hafa í auknum mæli sést í vöruframboði norrænna hönnunarfyrirtækja.
Dæmi um vörur sem hafa farið í framleiðslu eða sölu eru:
- Kertastjaki fyrir Ferm Living eftir Hönnu Dís Whitehead
- Hring eftir hring hjá Wanted Design
- Uggi Lights eftir Dögg Guðmundsdóttur fyrir Pop-Corn Catalogue
- Skrifborð eftir Chuck Maack fyrir DesignHouse Stockholm
- Twin Within hálsmen fyrir Monoqi
- Almanak eftir Snæfríði og Hildigunni fyrir Wrong for Hay.
- Stone Hooks eftir Helgu Sigurbjarnar fyrir Normann Copenhagen
- Wool Hooks eftir Bryndísi Bolladóttur fyrir Normann Copenhagen
- Wall bookmark eftir Vakna Design fyrir Design Torget
Verkefni sem komið hafa óbeint út frá DesignMatch er t.d. Shorebird eftir Sigurjón Pálsson fyrir Normann Copenhagen sem er önnur söluhæsta varan þeirra og Knotknot púði Ragnheiðar Aspar sem DesignHouse Stockholm kynnti með öðrum nýjungum árið 2017 og er ein af þeirra vinsælustu vörum.
Það er gott að nýta tækifærið og viðburð eins og DesignMatch til að efla tengslanetið. Þau fyrirtæki sem taka þátt eru gagngert komin til að kynnast íslenskri hönnun og hönnuðum.
Vinsamlegast skilið max 5 síðna portfolio á pdf á netfangið info@honnunarmars.is - skilafrestur er til miðnættis mánudaginn 8. apríl.