top of page

Svandís Egilsdóttir: Ljósberi á vegi mínum – Ljósberar á mínum vegum

508A4884.JPG

fimmtudagur, 21. nóvember 2024

Svandís Egilsdóttir: Ljósberi á vegi mínum – Ljósberar á mínum vegum

Titill sýningarinnar Ljósberi á vegi mínum – Ljósberar á mínum vegum, vísar til upplifunar og minningar listakonunnar af því að hafa ekið fram á breiðu af ljósberum á Mýrdalsöræfum eina fagra, bjarta, sumarnótt á þessu ári. Á sýningunni má finna málverk unnin á striga sem og teikningar og tímahylki/dagbækur frá vinnu- og vinkonuferðum sem listakonan hefur farið í undanfarin ár.

Sýningaropnun 22. nóvember í sal íslenskrar grafíkur.

Hver litur ber í sér mismunandi tíðni ljóss. Það að mála er því eins konar leikur með ljós.



Rétt eins verkefni sem snýst um að teikna og mála við vita um allt land er það líka

Rétt eins og að finna uppljómun í flæðinu

Rétt eins og sköpunin sjálf

Rétt eins og vináttan

Rétt eins og að vinna á eigin forsendum að því sem er manni kært

Í öllu þessu er þetta magnaða ljós

Heilög frumgerð, ljósið



Verkið sem prýðir forsíðu þessa bæklings, er mynd af upplifun minni af fjallinu Snæfelli.

Það fjall er heilagur staður í mínum huga og frá því skynja ég orkumikla tíðni. Frumkraftur og andagift er til staðar, eitthvað sem leiðir hugann hærra, í átt að draumkenndri fegurð. Snæfell er fyrir mér ljósberi, rétt eins og vitarnir sem ég heimsótti í sumar og málverkin sem ég vinn að, tímahylkin/dagbækurnar sem geyma dýrmætt afrit af túlkun minni á stað og tíma og ljósinu sjálfu. Á sýningartímabilinu verður stund tileinkuð gjörningi og lokadaginn 1. des verður sölusýning/vinnustofustemming þar sem fleiri verk verða til sölu, ásamt því að boðið verður upp á ilmandi danskar eplaskífur og drykk.



Hluti af andvirði hverrar myndar rennur til Bergsins Headspace https://www.bergid.is/

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page