SPENNANDI NÁMSKEIÐ HJÁ TEXTÍLFÉLAGINU

fimmtudagur, 20. febrúar 2025
SPENNANDI NÁMSKEIÐ HJÁ TEXTÍLFÉLAGINU
Textílfélagið býður upp á fjögur örnámskeið í febrúar, mars og apríl þar sem áherslan er á útsaum og hugmyndavinnu fyrir myndefni. Kennsla fer fram á verkstæði Textílfélagsins á Korpúlfsstöðum, Thorsvegi 1, 112 Reykjavík.
20. febrúar - Hefur þú heyrt um gamla krosssauminn?
Þátttakendur læra þessa gömlu og sérstöku útsaums aðferð og sauma prufur sem hægt er að nota í minni eða stærri verkefni.
Skráning og nánari upplýsingar:
https://tex.is/boka/namskeid/hefur-thu-heyrt-um-gamla-krosssauminn/
27. febrúar - Viltu læra að mála með nál og þræði?
Refilsaumur er útsaumsgerð sem notuð var á miðöldum við gerð meistaraverka sem unnin voru af listfengum konum sem bjuggu yfir þekkingu og þjálfun í vefnaði og útsaumi.
Refilsaumur er notaður til að fylla inn í fleti, svipað því að mála málverk.
Skráning og nánari upplýsingar: https://tex.is/boka/namskeid/viltu-laera-ad-mala-med-nal-og-thraedi/
6. mars - Val á myndefni í handavinnu
Nemendur námskeiðsins eru leiddir í gegnum skref til að þróa myndverk í hvers kyns handavinnu. Farið verður yfir öflun innblásturs, samtvinningu hugðarefna og hvernig má þróa fjölbreytt úrval skissa út frá téðum innblæstri með tiltekna tækni í huga.
Skráning og nánari upplýsingar:
https://tex.is/boka/namskeid/val-a-myndefni-i-handverki-innblastur-og-skissuvinna/
3. apríl - Sasiko og Boro, Japanskur útsaumur
Sashiko og boro er japönsk útsaumstækni með fjölbreytta möguleika. Sashiko er aðferð til að skreyta efni með fjölbreyttum geometrískum munstrum.
Skráning og nánari upplýsingar:
https://tex.is/boka/namskeid/sashiko-og-boro-vinnustofa-3-april/