top of page

Solveig Thoroddsen: Stjörnur/ Stars

508A4884.JPG

fimmtudagur, 20. mars 2025

Solveig Thoroddsen: Stjörnur/ Stars

Sýningaropnun 21. mars kl 16:00 í Núllið gallerí, Bankastræti 0, 101 Reykjavík. Sýningin er opin laugardag og sunnudag kl. 13:00 -17:00.

Hugleiðingar um tilvist manneskjunnar alheiminum geta verið yfirþyrmandi en jafnframt ótrúlega spennandi. Góna upp í himininn og leita svara, þar sem einungis fleiri spurningar vakna. Stjörnur blika utan seilingar, lifandi ljós, horfa á heiminn, horfa á mig og þig. Vinkonur, velviljuð leiðarljós á himni.

Ég keypti mér almennilega vatnsliti síðasta sumar og fór að vatnslita, algerlega í flæðinu, af miklum móð. Og sjá! Alltaf vildu stjörnur læða sér inn á myndirnar. Verkin eru öll unnin sl. 10-12 mánuði.


Sýningin markar einnig 10 ára vinnu (af og til) með stjörnur, en þá að loknu námi við Listaháskóla Íslands, fékk ég tækifæri til að vinna að gjörningi í Búkarest í Rúmeníu. Verkið kallaði ég „We are all stars“. Gjörningurinn fólst í því að ég bakaði stjörnulaga smákökur, heima í íbúðinni sem mér var úthlutað og tölti svo með ilmandi fenginn um stræti borgarinnar og bauð þeim sem urðu á vegi mínum. Þetta var leið til að kynnast fólki og samfélagi í gegnum eitthvað jákvætt og víða alþekkt. Margir sem ég hitti skildu ekki ensku en það skipti engu máli. Með látbragði og stjörnulaga kökum varð til sameiginlegur skilningur og samstaða.


English

Reflections on the existence of human in the universe can be overwhelming but also incredibly exciting. Gazing up to the sky and looking for answers, where only more questions arise. Stars twinkle out of reach, living light, watching the world, watching me and you. Friends, benevolent guiding lights in the sky.

I bought myself proper watercolors last summer and started watercoloring, completely in the flow, with great enthusiasm. And lo and behold! Stars always wanted to sneak into the pictures. The works are all done in the last 10-12 months.

The exhibition also marks 10 years of working (on and off) with stars, when after graduating from the Iceland Academy of the Arts, I had the opportunity to work on a performance in Bucharest, Romania. I called the work “We are all stars”. The act involved me baking star-shaped cookies, at home in the apartment I was assigned, and then strolling with the sweet smelling treat through the streets of the city, offering it to those who came my way. It was a way to get to know people and society through something positive and well-known in many cultures. Many of the people I met, didn't understand English, but that was no barrier. Through gestures and star-shaped cookies, a common understanding and solidarity was created.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page