Skynjun, listir og samfélagið

fimmtudagur, 27. mars 2025
Skynjun, listir og samfélagið
Anna Rún Tryggvadóttir, myndlistarmaður og stjórnarmeðlimur SÍM, skrifar um miðlun skynjunar og tengingar listarinnar í samhengi við veruleikann í nýjasta tölublaði Vísbendingar. Í blaðinu eru einnig greinar eftir Jónu Hlíf, Auði Jörundsdóttur,, Kolbrúnu Halldórsdóttur, Þórhall Guðmundsson og Snærós Sindradóttur sem allar koma inn á málefni myndlistarmanna.
Vísbending er vikurit um viðskipti og efnahagsmál sem hefur komið út óslitið síðan árið 1983.
Markmið Vísbendingar er að miðla fróðleik sem nýtist forystufólki í atvinnulífi og stjórnmálum. Ritið á að gefa heiðarlega mynd af íslensku viðskipta- og efnahagslífi, og stuðla að hreinskiptinni umræðu um frjáls viðskipti á Íslandi og við önnur lönd.
Vísbending kemur út vikulega allt árið um kring, með fáeinum undantekningum. Hægt er að lesa greinar eða gerast áskrifandi að blaðinu á www.visbending.is