top of page

Skjóta - Ný íslensk ópera um loftslagsvána og fótbolta

508A4884.JPG

fimmtudagur, 30. maí 2024

Skjóta - Ný íslensk ópera um loftslagsvána og fótbolta

Skjóta er ný íslensk ópera á ensku með íslenskum texta eftir Sigrúnu Gyðu Sveinsdóttur sem verður frumflutt í Ásmundarsal þann 7. júní.

Skjóta er gjörningaópera jafn löng fótboltaleik sem verður sýnd í Ásmundarsal ásamt innsetningu fyrstu tvær vikurnar í júní samhliða Listahátíð í Reykjavík. Verkið fjallar um fótbolta og loftslagsbreytingar og hvernig hálfleikur í fótbolta getur verið sem myndlíking fyrir tíma ákvarðanatöku í loftslagsmálum. Verkið verður sýnt fjórum sinnum yfir tvær helgar 7. til 15. júní.

Frá 2. júní verður hægt að ganga inn í sviðsmynd verksins og skoða innsetningu, leikmynd og búninga nánar. Óperuverkið er sannkallað tónlistarferðalag þar sem nýklassískum söng ásamt poppkúltur og kraftmikilli danstónlist er fenginn staður í einu og sama sviðsverki. 

Með verkefninu viljum við stækka markhóp óperutónlistar, bæði með því að skeyta saman ólíkum listgreinum í myndlistarrými og með því að tala til fótboltaáhugafólks og áhugafólks um jákvæðar breytingar í loftslagsmálum, í gegnum óperumiðilinn. Þannig viljum við halda áfram að brúa bilið til að lengja lífdaga óperunnar og gera hana aðgengilegri fjölbreyttari áheyrendahópi.

Miðasala á https://tix.is/is/event/17545/skjota/

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page