Samband/Connection á 3 Days of Design í Kaupmannahöfn
fimmtudagur, 1. júní 2023
Samband/Connection á 3 Days of Design í Kaupmannahöfn
Sýningin Samband/Connection sýnir vörur eftir níu íslenska hönnuði sem eiga það sameiginlegt að hafa hannað vörur sem eru þróaðar, framleiddar og seldar í Skandinavíu. Sýnd verða húsgögn og vörur sem endurspegla íslenska hönnun og sambandið á milli íslensku og skandinavísku hönnunarsamfélagsins.
Á hönnunarvikunni í Kaupmannahöfn, 3 days of design sem fer fram dagana 7-9. Júní næstkomandi, verður forstofa Sendiráðs Íslands í Kaupmannahöfn fyllt af íslenskum hönnunarvörum framleiddum af norrænum hönnunarhúsum, sem varpa ljósi á breiddina í íslenskri húsgagna- og vöruhönnun. Sendirráðið er staðsett á Norðurbryggju, í gömlu pakkhúsi frá 18 öld sem í dag þjónar hlutverki menningarmiðstöðvar þar sem menningu frá Íslandi, Grænlandi og Færeyjum er kynnt.
Opnunarhóf sýningarinnar verður þriðjudaginn 6. júní kl. 18
Val sýningarmuna:
Eyjólfur Pálsson
Sýningarstjóri:
Gunnhildur Ýrr Gunnarsdóttir
Hönnuðir:
Dögg Guðmundsdóttir
Erla Sólveig Óskarsdóttir
Guðmundur Lúðvík
Helga Sigurbjarnadóttir
Katrín Ólína Pétursdóttir
Ólafur Elíasson
Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir
Sigurjón Pálsson
Sveinn Kjarval
Sýningin er framleidd af Epal í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, Sendiráð Íslands í Danmörku og Íslandsstofu