Saman ~ menning & upplifun í Hafnarhúsinu
fimmtudagur, 28. nóvember 2024
Saman ~ menning & upplifun í Hafnarhúsinu
SAMAN — Menning & upplifun heldur nú sinn árlega JÓLAMARKAÐ í porti Listasafns Reykjavíkur - Hafnarhúsinu, laugardaginn 30. nóvember.
Hönnuðir, myndlistamenn, matgæðingar, rithöfundar, teiknarar og tónlistarfólk koma nú saman á skemmtilegum markaði þar sem ógrynni af fallegum vörum, drykkjum, matvöru og listaverkum af ýmsum toga til sölu fyrir jólin.
Dagskrá :
11:00 - 17:00
Lady Brewery verður með "Pikkl & Bjór" - PopUp Bar á annari hæð safnsins, þar sem hægt verður að hlaða batteríin með frískandi drykkjum og gómsætu snarli.
11:30 - 13:00
Rán flygenring verður með skemmtilega fjölskyldu smiðju um tjörnina sem er bók sem er gefin út af Angústúra núna fyrir jólin. Hægt verður að versla bókina á markaðnum & mögulega blikka Rán í eiginhandaráritun
14:00 - 16:00
ÞYKJÓ verður með Ó!Róa smiðju fyrir krakka í fjölnotarými, þar sem fundnir hlutir úr náttúrunni verða kannaðir & notaðir við gerð aðventulegra óróa. ÞUKJÓ vann til Hönnunarverðlauna Íslands nú á dögunum, til hamingju!
Hönnuðir, matarframleiðendur og listamenn verða staðsettir í Porti safnsins með frábærar vörur “beint frá stúdíó” :
Eldblóm, Ilmur & Sjór, SODALAB, Fyrirbæri vinnustofur listamanna, Grugg & Makk, Angústúra, Sigurborg Stefánsdóttir, byKrummi, Steinholt & Co, DAYNEW, Ólöf Björg Björnsdóttir, Fengr, La Brújería, Glingling Jewelry, Myrkraverk Gallery, Terminal X, Vessel, studio CH, SVAVA sinnep, Kandís, Pirrandi útgáfa, Olíalda (Sápulestin), Matteria, Mindful Photoart- Rannsy, Tender Habit, Barnaból, olían okkar, EIRORMUR, Coocoo's Nest kokkabókin, and Anti Matter//Anti Work, Undrajurtir.
Frábær upplifun fyrir fjölskyldu og vini þar sem allir finna eitthvað fyrir hátíðirnar og styðja við íslenska listamenn, matgæðinga og hönnuði.
…gefum íslenska jólagjöf í ár!