SÝNINGAROPNUN: Jessica Auer - Heiðin
fimmtudagur, 11. apríl 2024
SÝNINGAROPNUN: Jessica Auer - Heiðin
Skaftfell Listamiðstöð Austurlands býður ykkur velkomin á opnun sýningu Jessicu Auer „Heiðin“ laugardaginn 13. apríl klukkan 16:00.
Sýningin samanstendur af nýlegum ljósmyndum og myndböndum eftir kanadíska ljósmyndarann Jessicu Auer sem búsett er á Seyðisfirði.
„Heiðin“ er yfirstandandi verkefni sem kannar sögu og þróun vegs 93, hæsta fjallvegar á Íslandi og einu landleiðina til og frá Seyðisfirði. Á veturna er vegurinn lokaður dögum saman og einangrar íbúa frá vistum og restinni af samfélaginu. Þessi einstaki lífsmáti, einangraður og ótryggur, er í róttækum breytingum þar sem 13 kílómetra jarðgöng munu brátt leysa Fjarðarheiði af hólmi.
„Heiðin“ skrásetur þessa mikilvægu breytingu í gegnum mismunandi miðla; kvikmyndun, ljósmyndun og frásagnir frá undanförnum árum. Heiðin stendur til 8. júní.
Jessica Auer er kanadískur ljósmyndari, kvikmyndaleikstjóri og kennari búsett á Seyðisfirði. Í verkum sínum lítur hún á náttúrulegt landlag sem menningarsvæði og rannsakar viðhorf samfélaga til staða. Með stórformats ljósmyndun skoðar Jessica hvernig landslag er varðveitt, því breytt, eða það söluvætt fyrir ferðamennsku. Hún hlaut MFA gráðu frá Concordia háskólanum í Montreal þar sem hún kennir ljósmyndun í hlutastarfi. Verk hennar hafa verið sýnd á söfnum, í galleríum og á hátíðum víða um heim. Jessica rekur Ströndin Studio á Seyðisfirði, stofnun sem tileinkuð er rannsóknum og fræðslu á sviði ljósmyndunar.