SÍM Residency hlýtur styrk frá Nordic Culture Point
fimmtudagur, 30. maí 2024
SÍM Residency hlýtur styrk frá Nordic Culture Point
SÍM Residency hlaut nýverið styrk frá Nordic Culture Point vegna vinnustofudvalar gestalistamanna frá Norður- og Eystrasaltslöndunum fyrir árið 2025. Er þetta í annað sinn sem SÍM fær þennan styrk.
Alls var 14 umsækjendum úthlutað styrk til listamannadvalar þegar úthlutunarnefndin kom saman í Helsinki þann 3. maí s.l. Alls bárust 72 umsóknir fyrir samtals 3 milljónir evra.
Styrkur fyrir residensíur listamanna er í boði fyrir allar listgreinar á Norður- og Eystrasaltslöndunum. Samkvæmt úthlutunarnefndinni er leitast við að ná góðu jafnvægi milli ólíkra sviða lista og menningar sem og ýmissa landfræðilegra svæða í hverri umsóknarlotu. Fjármögnunarákvarðanir eru byggðar á því hvernig umsækjandi miðlar núverandi listrænu samhengi og getu sinni til að styðja við verk listamannsins. Að jafnaði þarf residensían einnig að geta unnið með fleiri en einum listamanni í einu og hafa skjalfest samstarf við lista- og menningarstofnanir á staðnum.
Hægt er að nálgast lista yfir alla styrkhafa hér: https://www.nordiskkulturkontakt.org/en/apply-for-funding/approved-funding/?module=1467&project_year=1774
Nordic Culture Point (Nordisk kulturkontakt) er menningarstofnun Norrænu ráðherranefndarinnar.