top of page
Rannsókn á erfðum sköpunargáfu

fimmtudagur, 30. janúar 2025
Rannsókn á erfðum sköpunargáfu
Íslensk erfðagreining leitar að þátttakendum 18 ára og eldri í rannsókn á erfðum sköpunargáfu. Þátttaka er opin öllum.
Markmið þessarar rannsóknar er að kanna erfðaþætti sköpunargáfu og hugsanleg tengsl hennar við ofureinbeitingu og raskanir eins og ADHD.
Þátttakendur leysa stutt verkefni og svara spurningalista á vefsíðunni. Við lok verkefnisins fá þátttakendur upplýsingar um frammistöðu sína. Þátttaka tekur um 15-20 mínútur.
Rannsóknin hefur hlotið leyfi Vísindasiðanefndar. Farið verður með öll svör sem trúnaðarmál og í samræmi við Lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, svo og fyrirmæli Persónuverndar.
Hægt er að taka þátt á https://skapandi.rannsokn.is/
bottom of page