top of page

Ragnheiður Gestsdóttir: Sjónskekkjur í Gallerí Gróttu

508A4884.JPG

fimmtudagur, 21. september 2023

Ragnheiður Gestsdóttir: Sjónskekkjur í Gallerí Gróttu

Verið velkomin á sýningu Ragnheiðar Gestsdóttur í Gallerí Gróttu laugardaginn 23. september kl 15-17. Sýningin stendur til 14. október 2023.

Ragnheiður Gestsdóttir kvikmyndagerðar- og myndlistarkona vinnur með ólíka miðla; innsetningar, skúlptúr, ljósmyndir og kvikmyndir. Í verkum sínum vinnur hún með hugmyndir um þekkingarsköpun og sviðsetningu menningar og sjálfsmyndar, auk þess sem hún rannsakar og afhjúpar tilbúnar narratívur og valdakerfi í samfélaginu. Hún hefur áhuga á þrá manneskjunnar eftir samræmi og fegurð en einnig ómöguleikanum sem felst í að grípa einhvers konar fullkomleika.

Ragnheiður lauk MFA námi í myndlist frá Bard College 2012 og MA námi í sjónrænni mannfræði frá Goldsmiths College 2001.

Sjónskekkjur er afrakstur 3ja mánaða vinnstofudvalar Ragnheiðar hjá European Ceramic Work Center í Hollandi. Ragnheiður gerði þar ótal tilraunir með form, liti og áferð sem skila sér í margvíslegum verkum á gólfi og á vegg.

Verkin, eins og öll verk sem unnin eru í leir, spegla ófullkomleika höfundarins og manneskjunnar almennt. Með lokkandi yfirborði og litasamsetningum auk vísana í form og tákn, sem mörg skírskota í einhvers konar hagsbætur eða betrumbót, minna verkin okkur á þrá manneskjunnar eftir einhverju meira, einhverju betra.

Sýningu lýkur 14. október 2023.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page