Opið fyrir umsóknir – SÍM Hlöðuloft 2026

fimmtudagur, 30. janúar 2025
Opið fyrir umsóknir – SÍM Hlöðuloft 2026
SÍM kallar eftir umsóknum um sýningar á Hlöðuloftinu, Korpúlfsstöðum fyrir sýningarárið 2026. Tekið er við umsóknum vegna fjögurra vikna einkasýninnga og/eða samsýninga. Sérstaklega er leitað eftir sýningartillögum sem leika með alla 700 fermetrana í rýminu til að mynda með þrívíðum verkum, hljóði, eða gjörningum o.s.frv.
Umsóknarfrestur er til 20. febrúar 2025. Við hvetjum alla félagsmenn sem hafa áhuga á að sækja um.
Umsóknir skulu berast í tölvupósti til skrifstofu SÍM á sim@sim.is ásamt eftirfarandi upplýsingum:
• Ferilsskrá þar sem fram kemur menntun og fyrri sýningar listamanns/ sýningarstjóra.
• Hugmyndir/ lýsing á sýningu, þema, efni og framkvæmd (hámark 1000 orð).
• 3-5 myndir af verkum og/ eða sýningarútfærslu og þeim hugðarefnum sem styrkja sýningartillöguna.
*Athugið að umsóknir skulu berast sem eitt PDF-skjal, hámark 10 blaðsíður
Sýningarnefnd fer yfir umsóknir að umsóknarfresti loknum og verður öllum umsónum svarað.
Sýningargjald 120.000.* Innifalið í verði er leiga á sal, ræsting, aðstoð við undirbúning og kynningarefni.
Við hvetjum umsækjendur að kynna sér sýningarskilmála í PDF hér á síðunni.
Frekari upplýsingar veitir Lísa Björg Attensperger, skrifstofustjóri, á sim@sim.is eða í síma 551 1346.
*Með fyrirvara um breytingar.