Opið fyrir umsóknir: Muggur – 1. úthlutun 2025

fimmtudagur, 6. mars 2025
Opið fyrir umsóknir: Muggur – 1. úthlutun 2025
SÍM – Samband íslenskra myndlistarmanna auglýsir eftir umsóknum í Mugg – dvalarsjóð fyrir myndlistarmenn vegna verkefna sem hefjast á tímabilinu 1. apríl – 30. september 2025.
Umsóknarfrestur er á miðnætti 23. mars 2025.
Muggur er samstarfsverkefni SÍM, Myndstefs og Reykjavíkurborgar. Hlutverk sjóðsins er að styrkja myndlistarmenn til tímabundinnar dvalar erlendis vegna sýningar, vinnustofu eða annars sambærilegs myndlistarverkefnis.
Veittir eru styrkir að upphæð 50.000,- kr fyrir vikudvöl erlendis.*
Veittir eru styrkir til dvalar erlendis vegna:
- Vinnustofudvalar
- Myndlistarsýningar
- Annara myndlistarverkefna
*Einstaka sinnum eru veittir styrkir í fleiri vikur, en þó aldrei fleiri en 3 vikur í senn, eða að hámarki 150.000.- kr.
Sótt er um á umsóknareyðublaði á vefsíðu SÍM www.sim.is/muggur-umsókn
Umsóknum skal fylgja:
- Ítarleg og greinargóð lýsing á verkefninu, upplýsingar um sýningu, sýningarstað, vinnustofusetur, verkstæði, ráðstefnu eða annað það sem við á hverju sinni.
- Staðfesting ábyrgðarmanns verkefnisins í því landi sem það fer fram í, þ.e. sýningarstjóra, safnstjóra, galleríeiganda, forstöðumanns vinnustofuseturs, verkstæðis eða annars, allt eftir eðli verkefnisins. Dagsetningar verkefnisins verða að koma fram.
Þeir sem þegar hafa fengið úthlutað styrk úr dvalarsjóði Muggs annars vegar og ferðasjóði Muggs hins vegar þurfa að skila greinagerð áður en sótt er um aftur.
Eyðublað fyrir greinargerð má nálgast á www.sim.is/muggur
Mikilvægt er að hafa umsóknina vandaða, skýra og hnitmiðaða.
Úthlutunarnefnd fer yfir umsóknir að umsóknarfresti liðnum og verður öllum umsóknum svarað. Tilkynnt verður um úthlutun styrkja vegna 1. úthlutunar úr sjóðnum fyrstu vikuna í apríl.
Nánari upplýsingar veitir á skrifstofa SÍM, sim@sim.is eða í síma 551 1346.