top of page
OPEN CALL: Nr 5 Umhverfing
mánudagur, 19. júní 2023
OPEN CALL: Nr 5 Umhverfing
Fyrirhuguð er myndlistarsýningin Nr 5 Umhverfing á suð-austur hluta landsins, innan sveitarfélagsins Hornafjarðar. Sýningin verður haldin sumarið 2024, frá miðjum júní til lok ágúst.
Um er að ræða inni og útiverk. Rétt til þátttöku hafa starfandi myndlistarmenn sem eiga ættir að rekja til þessa landshluta, búa þar í dag eða hafa búið.
Viðsamlegast sendið umsóknina á netfangið : nr5umhverfing@gmail.com fyrir 10 júlí 2023 merktu nafni ykkar. Í umsókn þarf að koma fram nafn, heimilisfang, símanúmer, netfang, heimasíða og stuttur texti um tengingu við svæðið.
Hægt er að skoða fyrri Umhverfingarsýningar á www.academyofthesenses.is
Valið verður úr innsendum umsóknum.
bottom of page