Niðurstaða dómnefndar í samkeppni um listaverk í Vesturvin

fimmtudagur, 16. janúar 2025
Niðurstaða dómnefndar í samkeppni um listaverk í Vesturvin
43 myndlistarmenn svöruðu opnu kalli og óskuðu eftir að taka þátt í forvali að hinum lokaða hluta samkeppninnar. Frestur til að svara opnu kalli rann út 16. október 2024.
Forvalsnefnd valdi þau Finn Arnar Arnarson, Önnu Júlíu Friðbjörnsdóttur og Elínu Hansdóttur til að vinna tillögur að verki. Þau eru nú að störfum og munu skila inn tillögum í febrúar.
Í forvalsnefnd sátu Birta Ólafsdóttir fyrir hönd lóðarhafa í Vesturvin, Páll Haukur Björnsson fyrir hönd Sambands íslenskra myndlistarmanna og Ólöf Kristín Sigurðardóttir fyrir hönd Listasafns Reykjavíkur.
Á myndinni er hópurinn sem valinn var auk Pálínu Gísladóttur verkefnastjóra Festis lóðarhafa í Vesturvin og Ólafar Kristínar Sigurðardóttur, safnstjóra Listasafns Reykjavíkur.