Námskeið í listrænni kvikmyndagerð með Kumjönu Novakovu

fimmtudagur, 20. mars 2025
Námskeið í listrænni kvikmyndagerð með Kumjönu Novakovu
"Myndin sem starir á okkur" er tilraunakennt samvinnuverkefni þar sem aðferðir kvikmyndargerðar eru hugsaðar upp á nýtt úr frá einni stakri mynd. Saman munum við ögra hugmyndinni um hefðbundna kvikmyndahugsun með því að kynna þann möguleika að hverja kvikmynd sé hægt að sjá í einni mynd.
Með skapandi æfingum sem trufla og auðga einstaka ferla, munum við sameiginlega grafa upp kjarna hvers kvikmyndaverkefnis – og byrja á einni mynd. Smiðjan er hugsuð sem opið samtal og hvetur þátttakendur til að uppgötva kjarna kvikmynda sinna. Með því að bera kennsl á þennan kjarna getum við ímyndað okkur hin fjölbreyttu rými sem myndin gæti búið í og stækkað frá fyrstu mynd til annarra.
Þátttakendur geta verið að vinna með nýtt kvikmyndaverkefni eða verk í vinnslu. Verkefni á öllum stigum þróunar eru velkomin. Kvikmyndagerðarmenn munu koma inn í smiðjuna með því að deila einni mynd, eigin eða úr safni, sem þeim finnst vera kjarninn í kvikmyndinni sinni: myndinni sem gæti haldið hjartslætti myndarinnar.
Dagsetningar: 7.-9. maí, 2025 Lengd: 2.5 dagur Verð: 45,000 kr. (Með hádegismat) Hámarks fjöldi þátttakenda: 8 Staðsetning: Ströndin Studio, Seyðisfjörður. https://www.strondinstudio.com/filmmaking-with-kumjana-novakova
Umsóknarfrestur: 4. apríl 2025 Hlekkur á umsóknareyðublað upplýsingar: strondinstudio@gmail.com
KUMJANA NOVAKOVA er kvikmyndagerðarkona fædd í Júgóslavíu og starfar einnig sem sýningarstjóri og fyrirlesari. Verk hennar eru rannsóknarmiðuð og kanna tengsl tengd völdum, stríði, minningum og andspyrnu. Verk hennar hafa verið kynnt á fjölmörgum hátíðum og vettvöngum, þar á meðal Tate Modern, MoMA, Museum of the Moving Image, IDFA, Cinema du Reel, Punto de Vista, HotDocs, og Icedocs meðal annarra.