top of page

Myndhöggvarar á Hlöðuloftinu á Korpúlfsstöðum

508A4884.JPG

fimmtudagur, 6. júlí 2023

Myndhöggvarar á Hlöðuloftinu á Korpúlfsstöðum

Í tilefni af 100 ára fæðingaafmælis Ragnars Kjartanssonar (1923-1988) myndhöggvara og þess að 50 ár eru síðan myndhöggvarar gerðu samning við Reykjavíkurborg um vinnuaðstöðu á Korpúlfsstöðum, verður haldin samsýning myndhöggvara á Hlöðuloftinu á Korpúlfsstöðum, daganna 12.-27 ágúst, 2023.

Á sýningunni verða verk Ragnars Kjartanssonar í forgrunni ásamt verkum eftir helstu samstarfsmenn hans, þau Magnús Pálsson, Jón Gunnar Árnason, Dieter Roth, Níels Hafstein, Ragnhildi Stefánsdóttur, Ívar Valgarðsson, Þórdísi Öldu Sigurðardóttur, Ólaf Svein Gíslason, Nönnu Skúladóttur, Kristin E. Hrafnsson, Ingu S. Ragnarsdóttur og Gunnar Árnason.

Fjöldi nýrra og eldri verka verða á sýningunni sem aldrei hafa verið sýnd opinberlega áður. Allir listamennirnir á sýningunni tengdust Ragnari vináttuböndum, voru samstarfsmenn hans og nutu hvatningar hans á ýmsan hátt.

Að sýningunni standa Minningarsjóður um Ragnar Kjartansson eldri, Myndhöggvarafélagið í Reykjavík og Samband íslenskra myndlistarmanna, SÍM.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page