Magn tímafars í Gamla bænum helgina 24.-25. júní
miðvikudagur, 21. júní 2023
Magn tímafars í Gamla bænum helgina 24.-25. júní
Magn Tímafars er árleg hátíð/sýning með megináherslu á tímatengda myndlist þar sem mismunandi miðlar eru hafðir um hönd. Þessi verk eiga það sammerkt að hinn tímatengdi flutningur, gerningurinn, ásamt réttu rými, efni og myndmáli mynda eina heild; að ógleymdum líkama eða líkömum þeirra sem framkvæma verkið. Eitt einkenni þessa listforms er að skrásetningin, ýmist í ljósmyndum, kvikmynd eða efnislegum afritum eða ummerkjum er að öllu jöfnu skilgreind sem órofa hluti hins tímatengda listgjörnings.
Dagskráin hefst upp úr kl 13 bæði laugardag og sunnudag.
Listamenn / Artists:
Elsa Dóróthea Gísladóttir
Hlynur Steinsson
Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir
Ásmundur Ásmundsson
D Rosen
Kari Ósk Grétudóttir
Gísli Reginn Bryndísarson
Ingirafn Steinarsson
Ólafur Lárusson
The Phantomat
Nína María Elísabet Valgarðsdóttir
Till Krause
Brynjar Helgason
Gímaldin
Hannes Lárusson
Gabriel Dunsmith
Sean Patrick O´Brien
Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir
Bergrún Anna Hallsteinsdóttir
Snorri Ásmundsson
Erling Klingenberg
Hulda Vilhjálmsdóttir
Pétur Már Gunnarsson
Katrín María Káradóttir
Hátíðin er haldin til heiðurs Gísla Regin Bryndísarsyni og við lítum á hann sem verndara þessa verkefnis. Einum listamanni búsettum erlendis verður úthlutað vinnustofudvöl og styrk úr minningarsjóði Gísla til þess að framkvæma verk á Magni tímafars ár hvert en stefnt er að því að þessi hátið verði haldin árlega og muni í framtíðinni verða vettvangur fyrir tímatengda myndlist á breiðum grundvelli og þannig laða fram ný verk og óvæntar tilraunir.