Málþing: Samtal um hamfarir í Þjóðminjasafni Íslands
fimmtudagur, 17. október 2024
Málþing: Samtal um hamfarir í Þjóðminjasafni Íslands
Velkomin að taka þátt í málþinginu Samtal um hamfarir í Þjóðminjasafni Íslands, dagana 8. - 9. nóvember. Málþingið er skipulagt í tengslum við sýninguna Brot úr framtíð, sem stendur yfir í Bogasal safnsins. Sýningunni lýkur sunnudaginn 10. nóvember.
Þema þessa þverfræðilega málþings er hamfarahlýnun þar sem þátttakendur gera atlögu að því að svara hvort og hvernig hægt sé að skilja, ná utan um og miðla alvarleika hennar – til dæmis innan veggja (menningarminja-) safna.
Málþingið fer fram alfarið á ensku og koma fyrirlesarar úr ýmsum áttum, meðal annars úr listum, fornleifafræði, heimspeki og safnafræði.
Nánari dagskrá og röð fyrirlestra verður send út von bráðar. Þátttaka er öllum opin og gjaldfrjáls. Beinn hlekkur á skráningu er hér.
Frekari upplýsingar og skráningu er að finna hér: https://www.thjodminjasafn.is/syningar-vidburdir/vidburdir/vidburdir-framundan/samtal-um-hamfarir-malthing