top of page

Málþing um Myndlæsi: Máltaka & læsi

508A4884.JPG

fimmtudagur, 31. október 2024

Málþing um Myndlæsi: Máltaka & læsi

Norræna húsið býður til málþings um myndlæsi fimmtudaginn 31. október kl 15:00-17:30. Í sífellt sjónrænni heimi er hæfileikinn til að túlka og skapa merkingu úr myndum nauðsynlegur þvert á fræðigreinar. Hlustaðu á 4 stuttar kynningar sem fjalla um mismunandi þætti myndlæsis.

Gitte Wille forstjóri Nordisk kulturkontakt kynnir Bokslukaren, samnorrænt verkefni til að efla lestur barnabókmennta á öllum Norðurlöndunum. – ensku

Ingibjörg Hannesdóttir, sérfræðingur í fræðslu og miðlun hjá Listasafni Íslands, mun kynna verkefnið SJÓNARAFL-þjálfun í myndlæsi sem miðar að því á markvissan hátt að tengja kennslu í myndlæsi og listasögu við skólakerfið og auka þekkingu nemenda á menningarsögu og menningararfi.⁠ – íslensku

Bergrún Íris Sævarsdóttir mun deila sjónarhorni sínu á það hvernig myndir í frásögn miðla dýpri merkingu og segja okkur oft meira en orðin ein. – íslensku

Jenny Lucander fjallar um starf sitt við myndskreytingar. – ensku

Við ljúkum málþinginu með pallborðsumræðum þar sem við ræðum um það hvernig myndlæsi getur hjálpað okkur með tungumál og við lestur. Ingibjörg Hannesdóttir og Bergrún Iris Sævarsdóttir sitja pallborðið ásamt John Åge Boman Homleid norskukennara og Merete Smith-Sivertsen dósent við Háskóla Íslands. Samtalinu stýrir Erling Kjærbo, yfirbókavörður í Norræna húsinu.

Við hlökkum til spennandi málþings með dýrmætri innsýn og líflegum samræðum. Erindin eru ýmist á íslensku eða ensku og samtal og pallborðsumræður fara fram á ensku. Öll velkomin!

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page