top of page

Ljós­myndarýni á Ljós­mynda­hátíð 2025 - Opið fyrir skráningar

508A4884.JPG

fimmtudagur, 5. desember 2024

Ljós­myndarýni á Ljós­mynda­hátíð 2025 - Opið fyrir skráningar

Opið fyrir skráningar í ljósmyndarýni á Ljósmyndahátíð Íslands til 16. desember n.k. Ljósmyndarýnin er jafnt fyrir áhuga- sem atvinnuljósmyndara sem búa og starfa á Íslandi. Hún er fyrir þau sem vilja fá endurgjöf á verk sín og eru að leita að tækifærum til að koma þeim á framfæri.

Ljósmyndarýni er stuttur fundur (15-20 mínútur) þar sem ljósmyndari/listamaður mætir með myndir sínar, á pappír eða á stafrænu formi og sýnir viðkomandi rýnanda. Rýnendur eru bæði erlent og íslenskt fagfólk, ýmist safn- og/eða sýningastjórar á söfnum og galleríum eða ritstjórar ljósmyndatímarita.

Auk þess að veita þátttakendum umsögn um verk þeirra getur þátttaka í ljósmyndarýni leitt af sér ýmis tækifæri eins og boð á erlendar hátíðir og/eða sýningaþátttöku innanlands sem utan. Markmiðið með ljósmyndarýninni er að útvíkka tengslanet ljósmyndara í öllum greinum og listamanna sem vinna með miðilinn ásamt því að veita þeim ráðleggingar og endurgjöf um verk sín. Um leið er hún mikilvæg kynning á íslenskri ljósmyndamenningu.

Þeir rýnendur sem hafa staðfest komu sína - þar af fjórir erlendis frá - eru Aldís Arnardóttir, forstöðumaður Hafnarborgar. Anna Tellgren, sýningarstjóri ljósmynda og deildarstjóri rannsókna við Moderna Museet í Stokkhólmi. Guðbrandur Benediktsson, safnstjóri Borgarsögusafns Reykjavíkur, Holly Roussell, sýningarstjóri, safnafræðingur og listfræðingur með sérhæfingu í ljósmyndun og asískri samtímalist, Sviss/Kína. Ingibjörg Jóhannsdóttir, safnstjóri Listasafns Íslands. Maja Dyrehauge Gregersen, framkvæmdastjóri Copenhagen Photo Festival. Pål Otnes, ritstjóri Fotografi og miðlunarráðgjafi við Preus Museum, Noregi. Þröstur Helgason, stofnandi og eigandi KINDAR útgáfu.

Hér má lesa nánari upplýsingar um rýnendur og skráningu: https://borgarsogusafn.is/ljosmyndaryni-2025

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page