Listasafnið á Akureyri: Þriðjudagsfyrirlestur - Brynja Baldursdóttir

fimmtudagur, 20. mars 2025
Listasafnið á Akureyri: Þriðjudagsfyrirlestur - Brynja Baldursdóttir
Þriðjudaginn 18. mars kl. 17-17.40 heldur myndlistarkonan Brynja Baldursdóttir Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Ferð um hið innra landslag. Aðgangur er ókeypis.
Í fyrirlestrinum fjallar Brynja um listsköpun sína og helstu viðfangsefni. Hún vinnur gjarnan með bækur sem listform til innsetninga, vídeó og skúlptúrverk. Uppsprettan er ávallt hinn sammannlegi reynsluheimur, þar sem allt er í stöðugri mótun og umbreytist við hverja nýja upplifun og reynslu.
Brynja Baldursdóttir hefur búið og starfað að list sinni á Siglufirði undanfarna áratugi. Hún stundaði nám við Myndlista- og Handíðaskóla Íslands 1982-1986, mastersnám við Royal College of Art í Lundúnum 1987-1989 og Ph.D. nám við sama skóla 1989-1992. Hún hefur sýnt verk sín hér heima og erlendis.
Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri, Myndlistafélagsins og Gilfélagsins.