Listamenn Gallerí: Rólegur Snati ég er 500 manns - Magnús Helgason
fimmtudagur, 8. september 2022
Listamenn Gallerí: Rólegur Snati ég er 500 manns - Magnús Helgason
Góðir hlutir gerast hægt en stundum hratt
Rólegur Snati ég er 500 manns er heitið á nýjustu málverkasýningu Magnúsar Helgasonar sem nú er í uppsetningu og verður opnuð laugardaginn 10 september klukkan 16. í Listamenn Gallerí Skúlagötu 32
Hvað er hér á ferð? Hressileg og grípandi málverk samansett úr allskonar fundnum efniviði unnin eftir geometrískum aðferðum.
Er þetta eitthvað nýtt? Nei alls ekki, hér er á ferð gamaldags myndlist. Samt eru verkin einhverveginn svo safarík og fersk.
Er gaman að búa til þessar myndir? Já mjög gaman.
Hvað er gott að hafa með sér þegar maður skoðar þessa sýningu? Mikilvægast er að hafa með sér góða skapið og getur verið gott að muna að góðir hlutir gerast hægt en stundum hratt.