top of page

Kristín Gunnlaugsdóttir á yfirlitssýningu 2025

508A4884.JPG

fimmtudagur, 24. október 2024

Kristín Gunnlaugsdóttir á yfirlitssýningu 2025

Við opnun sýningarinnar Hallgrímur Helgason: Usli, laugardaginn 19. október, var tilkynnt að næsti listamaður til að taka þátt í yfirlitssýningu á Kjarvalsstöðum er Kristín Gunnlaugsdóttir. Sýningin verður opnuð að haustlagi árið 2025.

Kristín er níundi listamaðurinn sem valinn er til þátttöku í sýningaröð Listasafns Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum þar sem farið er yfir feril lykilpersóna í íslensku listalífi. Hvert og eitt þeirra er valið með tilliti til einstaks framlags þeirra og sérhæfingar á sínu sviði hvað viðvíkur miðlum, aðferðum og viðfangsefnum. Á sýningunni verða sett fram lykilverk frá ólíkum tímum á ferli listamannsins í Vestursal Kjarvalsstaða og gefin er út vegleg sýningarskrá þar sem fjallað er um ferilinn í samhengi listasögunnar og samtímans.

Kristín Gunnlaugsdóttir (f. 1963) hóf snemma myndlistarnám í Myndlistaskólanum á Akureyri eða 1975 með námskeiðum og lauk þaðan fornámi 1986. Hún lauk útskrifaðist frá Myndlista- og Handíðaskólanum 1987. Á árunum 1987 – 1988 dvaldi hún í klaustri í Róm og lærði þar íkonagerð og málun. Árið 1995 útskrifaðist hún með láði frá Accademia di belle Arti í Flórens. Í myndlist sinni hefur Kristín komið allvíða við, þótt málverkahefðin liggi þar til grundvallar, allt frá sígildri íkonatækni miðalda til frjálsari aðferða samtímans, auk þess sem hún vinnur útsaumsverk og fleira. Viðfangsefni hennar eru meðal annars líkami og sjálfsvitund á grundvelli reynsluheims kvenna, tengsl manns og náttúru og mannleg tilvist í víðu samhengi.
Kristín hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í listviðburðum heima sem erlendis.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page