top of page

Kling og Bang: Opnun tveggja einkasýninga

508A4884.JPG

fimmtudagur, 20. febrúar 2025

Kling og Bang: Opnun tveggja einkasýninga

Verið hjartanlega velkomin á opnanir tveggja einkasýninga í Kling & Bang laugardaginn þann 22. febrúar kl.17.00. Annarsvegar opnar misskilningur í skipulagsmálum með verkum Sólbjartar Veru Ómarsdóttur og hinsvegar Loftlína með verkum Hrafnkels Tuma Georgssonar.

Sólbjört Vera Ómarsdóttir
misskilningur í skipulagsmálum

Á sýningunni Misskilningur í skipulagsmálum sýnir Sólbjört ný verk sem unnin hafa verið síðastliðið ár. Á sýningunni er tekist á við þau átök sem verða við stórar breytingar. Verk sýningarinnar eru tilvísanir í þær sögur sem verða til innan veggja heimilisins og þær tilfinningalegu áskoranir sem speglast í tíðarandanum. Sjónarspil sem endurtekningar hversdagslífsins mynda í víðfemum efnistökum tilverunnar er rannsakað í snertingu við dauða hluti sem og þær tilfæringar sem dauðir hlutir krefjast af einni manneskju. Efnistök sýningarinnar má rekja til hvatvísi í handverki sem gjarnan fylgir skoplegum uppákomum daglegs lífs.

Sólbjört Vera Ómarsdóttir (f.1993) er sjálfstætt starfandi listamaður og meðlimur í stjórn listamannarekna rýmisins Kling & Bang síðan árið 2020. Verk hennar hafa verið sýnd á samsýningum eins og D- Vítamín í Listasafni Reykjavíkur, Rúllandi Snjóbolti á Djúpavogi og Löng helgi í Reykjavík, Borgarnesi og Hvolsvelli. Með verkum sínum gerir Sólbjört atlögu að því að undirstrika spaugileg þemu í hversdagslegri angurværð og vinnur oftast í miðla eins og skúlptúr og vídjó.

“setja nestisbox sem er í laginu eins og banani ofan í brúnan kassa svo kassinn geti farið í bílinn
svo bíllinn geti farið með banana nestisboxið í annað hverfi
upp þrjár hæðir af stigum og inn um hurðina þar sem kassanum verður fleygt á gólfið“

Brot úr texta eftir Salvöru Gullbrá Þórarinsdóttur


Hrafnkell Tumi Georgsson
Loftlína

Á sýningunni Loftlína frumsýnir Hrafnkell Tumi skúlptúra og vídeóverk. Margrása vídeóverk sem fylgist með atburðarás sem átti sér stað samtímis á mismunandi fjallstindum á Suðurlandi við sólsetur. Verkin voru unnin á undanförnu ári og fjalla um samskipti og landslag í rými og tíma. Í verkum sínum skoðar Hrafnkell oft eðlisfræðileg fyrirbæri sem hafa áhrif á daglegt líf okkar og notar einfaldar tæknilausnir til þess—lausnir sem reynast svo oft flóknar í framkvæmd. Verkin á sýningunni kanna mismunandi fasa skynjunar sem við skiptumst á að nota daglega, sem og þær aðferðir sem við beitum til að ná utan um og skrásetja umheiminn.

Hrafnkell Tumi Georgsson (f. 1999) útskrifaðist með BA í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2022. Hann vinnur helst með skúlptúr og vídeó og starfar við kvikmyndun samhliða listinni. Hrafnkell hefur sýnt verk á Vetrarhátíð Reykjavíkur 2023, List í Ljósi á Seyðisfirði 2023 og It Plays Hard í Norræna húsinu 2024. Þetta er hans fyrsta einkasýning. Hrafnkell situr í fagráði Sequences.

Sýningartímabil:
22.02.25 - 30.03.25.

Kling & Bang
Grandagarður 20, 101 Reykjavík
Opið mið-sun kl. 12-18.
Aðgangur er ókeypis.

Sýningin er samstarfi við: Myndlistarsjóð, Myndsef og Reykjavíkurborg



English

Two Exhibitions Openings at Kling & Bang on Saturday, February 22 at 17:00. a misunderstanding in planning procedures featuring works by Sólbjört Vera Ómarsdóttir, and Loftlína showcasing works by Hrafnkell Tumi Georgsson.

Sólbjört Vera Ómarsdóttir
a misunderstanding in planning procedures

In her exhibition a misunderstanding in planning procedures, Sólbjört presents new works created over the past year. The exhibition explores ambiguous themes related to navigating major life changes. Her works reference moments rooted in her immediate environment while also addressing broader existential reflections. The themes span familiar domestic spectacles, repetitive elements of daily life, and emotional challenges that reflect the contemporary zeitgeist. Sólbjört works with found-object sculptures while also addressing her subjects through intricate yet humorous craftsmanship.

Sólbjört Vera Ómarsdóttir (b. 1993) is an independent artist and has been a board member of the artist-run space Kling & Bang since 2020. Her works have been exhibited in group shows such as D-Vítamín at the Reykjavik Art Museum, Rúllandi Snjóbolti in Djúpivogur, and Löng Helgi in Reykjavik, Borgarnes, and Hvolsvöllur. Through her practice, Sólbjört often highlights playful themes found in everyday melancholy, typically working with media such as sculpture and video.


Hrafnkell Tumi Georgsson
Loftlína

In the exhibition Loftlína, Hrafnkell Tumi presents sculptures and video works. The multi-channel video shows simultaneous events taking place on different mountain peaks in South Iceland during sunset. Created over the past year, the works explore themes of communication and landscape in time and space. Hrafnkell often examines physical phenomena that influence our daily lives, employing simple technological solutions — solutions that often prove complex in execution. The works on display investigate different phases of perception that we alternate between in daily life, as well as the methods we use to understand and document the world around us.

Hrafnkell Tumi Georgsson (b. 1999) graduated with a BA in Fine Art from the Iceland University of the Arts in 2022. He primarily works with sculpture and video and works as a filmmaker alongside his artistic practice. Hrafnkell has exhibited works at the Reykjavik Winter Lights Festival 2023, List í Ljósi in Seyðisfjörður 2023, and It Plays Hard at the Nordic House in 2024. This is his first solo exhibition. Hrafnkell is on the Sequences festival advisory board.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page