INSULA CAMPO VERITÀ or: An island in the field of truth
þriðjudagur, 1. ágúst 2023
INSULA CAMPO VERITÀ or: An island in the field of truth
Opnun laugardaginn 5 ágúst kl 14:00 í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Opið þri-sun. 14:00-17:00.
Sýningin stendur til 3. september.
Fjölbreyttur hópur listamanna, hönnuða, rithöfunda, og sýningarstjóra frá 6 mismunandi
Evrópulöndum hafa komið saman í Verksmiðjunni Hjalteyri í þeim tilgangi að ímynda sér
veröld án kapítalískrar hugmyndafræði. Þau vinna saman að því að skapa útópískan smáheim
sem ögrar grundvallaratriðunum í því umhverfiseyðandi neyslukerfi sem við lifum og hrærumst
í. Verkefnið er 3 vikna félagsleg tilraun og myndlistarsýning þar sem hópurinn mun búa saman í
verksmiðjunni þar sem þau deila hugmyndafræði sinni og lífspeki, fara í gönguferðir, taka þátt í
pólistískum umræðum og setja upp sýningu. Þau munu vinna með nærsamfélagið og umhverfi
Hjalteyrar, afla sér fæðu með fiskveiðum og lifa á landsins gæðum, um leið og þau fylgja eftir
siðfræði tilraunastarfseminnar.
Listamenn:
Mao Alheimsdottir,
Michaela Lakova,
Bryndís Björnsdóttir
Voin de voin
Karolina Daria Flora
Joseph Marzolla,
Emilie Pischedda
Amanda Riffo
Curators: Joseph Marzolla, Þorbjörg Jónsdóttir
Texti: Lee Lorenzo Lynch