Hugarórar - Sigurdís Gunnarsdóttir

fimmtudagur, 13. mars 2025
Hugarórar - Sigurdís Gunnarsdóttir
Sigurdís Gunnarsdóttir opnar málverkasýningu sína HUGARÓRA í Hannesarholti laugardaginn 15. mars kl.14-16
Draumkenndar landslagsmyndir Sigurdísar eru í senn kraftmiklar og hljóðlátar. Myndmálið speglar upplifun áhorfandans af náttúrunni. Það er eins konar tilraunakennd rannsókn á yfirborði og gegnsæi, samspilum litbrigða forms og skugga. Hugarórar færa okkur á vit ævintýra og vekja spurningar um það sem fyrir augu ber. Hvar liggja mörkin á milli mannsins í náttúrunni og náttúrunnar í manninum? Myndirnar eru unnar með olía á striga.
Sigurdís fæddist á Íslandi en ólst upp á Bahamaeyjum og í Bandaríkjunum fram á unglingsárin en fluttist þá aftur heim. Hún hefur stundað nám í Myndlistarskóla Reykjavíkur, Myndlistarskóla Kópavogs og Central Saint Martins í London. Þetta eru fjórða einkasýning hennar og hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga.
Sigurdís er meðlimur í SÍM.
Sýningin er sölusýning og er opin á opnunartíma Hannesarholts, alla daga nema sunnudaga og mánudaga kl.11.30-16 til 3. apríl.