top of page

HEAD2HEAD OPNAR Í REYKJAVÍK

508A4884.JPG

fimmtudagur, 10. október 2024

HEAD2HEAD OPNAR Í REYKJAVÍK

Kling & Bang og A - DASH (Aþena, GR) kynna með stolti myndlistarhátíðina HEAD2HEAD sem fram fer í Reykjavík dagana 11., 12. og 13. október næstkomandi. Hátíðin er flennistór í sniðum en opnaðar verða sýningar 30 grískra og íslenskra myndlistarmanna sem fram fara í 8 listamannareknum sýningarrýmum víðsvegar um borgina. Hátíðin er annar liður í tveggja þátta sýningarverkefninu HEAD2HEAD. Fyrri hluti þess fór fram í Aþenu í nóvember árið 2021 þar sem 43 grískir og íslenskir listamenn sýndu verk sín í 11 listamannareknum sýningarrýmum þar syðra.

HEAD2HEAD tengir saman myndlistarmenn, sýningarstjóra og listamannarekin sýningarrými í Reykjavík og Aþenu. Borgirnar tvær eiga það sameiginlegt að myndlistasenur þeirra eru áfram drifnar af kröftugu framtaki listamanna og listamannarekinna rýma. Aþena hefur dregið að sér fjölda listamanna síðastliðin ár, þar kraumar sköpunarkrafturinn enda mikil myndlistarstarfsemi og fjöldi listamannarekinna rýma starfrækt þar. HEAD2HEAD varð til úr samtali listamannareknu sýningarrýmanna Kling & Bang í Reykjavík og A-DASH í Aþenu um að tengja saman þessar tvær stórmerkilegu myndlistarsenur, hampa þessari einstöku menningu og byggja upp þétt samstarfsnet landanna á milli.

Listamannareknu sýningarrýmin sem taka þátt í hátíðinni í Reykjavík eru Associate Gallerí, Gallerí Kannski, Kling & Bang, Nýlistasafnið, OPEN house í Norræna Húsinu, Gallerí Fyrirbæri, Gallerí Undirgöng og Bókumbók sem er glænýtt sýningarrými.

Hápunktur HEAD2HEAD er opnunarhelgin dagana 11. -13. Október. Öllu sýningasvæðinu hefur verið skipt niður þannig að gestir geti gengið hæglega á milli sýningarstaða og gjörninga.

Aðgangur er ókeypis á alla viðburði hátíðarinnar og eru öll velkomin.

Listamennirnir sem taka þátt eru Amanda Riffo, Brák Jónsdóttir, Chrysanthi Koumianaki, Despina Charitonidi, Eiríkur Páll Sveinsson, Eleni Tsopotou, Fanis Kafantaris, Florent Frizet, Helgi Valdimarsson, Hlökk Þrastardóttir, Hugo LIanes, Ívar Ölmu, Jo Pawłowskx í samvinnu við Sasa Lubinska, Katerina Botsari, Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir, Konstantinos Lianos, Kosmas Nikolaou, Maaike Stutterheim, Paky Vlassopoulou, Sofia Kouloukouri, Theo Prodromidis, Unnar Örn, Vassilis Noulas & Kostas Tzimoulis (VASKOS) sýningarstjóri þeirra er Christina Petkopoulou, Yorgos Yatromanolakis, Yiannis Skaltsas, Kostis Velonis og Zoe Hatziyannaki.


English

Artist-run space Kling&Bang and A-DASH platform welcome you to the second phase of the bilateral visual art festival HEAD2HEAD taking place in Reykjavík on the 11th, 12th and 13th of October 2024. The festival collaborates with 8 artist-run spaces in various areas of Reykjavík in showcasing the works of 30 artists and curators based in Greece or Iceland.

The artists exhibiting have been chosen in cooperation between the participating spaces and the project coordinators, showcasing a great variety of practices, aesthetics and mediums.

The participating artists & curators are: Amanda Riffo, Brák Jónsdóttir, Chrysanthi Koumianaki, Despina Charitonidi, Eiríkur Páll Sveinsson, Eleni Tsopotou, Fanis Kafantaris, Florent Frizet, Helgi Valdimarsson, Hlökk Þrastardóttir, Hugo LIanes, Ívar Ölmu, Jo Pawłowska in collaboration with Sasa Lubinska, Katerina Botsari, Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir, Konstantinos Lianos, Kosmas Nikolaou, Maaike Stutterheim, Paky Vlassopoulou, Sofia Kouloukouri, Theo Prodromidis, Unnar Örn, Vassilis Noulas & Kostas Tzimoulis (VASKOS) curated by Christina Petkopoulou, Yorgos Yatromanolakis, Yiannis Skaltsas, Kostis Velonis and Zoe Hatziyannaki.

The Living Art Museum and Kling&Bang gallery are housed in the cultural centre The Marshallhouse which is a historic factory building in Reykjavík Port.

The bilateral exhibition project HEAD2HEAD connects the two dynamic and ever-expanding visual art scenes of Athens and Reykjavik. The project aspires to connect artists and artist-run venues in both cities, building bridges and networks through an artistic dialogue and exhibition exchange. The driving force of these two art scenes is their artist-run community. Both Athens and Reykjavík foster an astounding amount of artist-run initiatives and exhibition spaces that fuel their dynamic and vibrant art scenes; this distinct culture is not typical in a global context and deserves to be celebrated. Thus, the independent platform of A-DASH (GR) is teaming up with the 21-year-old artist-run exhibition space Kling&Bang (ICE) to connect the two artist-run scenes and create this bilateral-exhibition project, connecting and strengthening the relationships between the two cities and their art scenes.

The spaces taking part are: Associate Gallery, Gallery Kannski, Kling & Bang, The Living Art museum, OPEN house in the Nordic House, Phenomenon Artist studio Complex and Gallery, Gallery Underpass and the brand-new space Bókumbók.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page