Haustkarnival í Gerðarsafni - Smiðja og leiðsögn fyrir börn
fimmtudagur, 31. ágúst 2023
Haustkarnival í Gerðarsafni - Smiðja og leiðsögn fyrir börn
Blómasmiðja fyrir börn laugardaginn 2. september kl. 14:30 - 16:30
Eru þetta alvöru blóm? Eru þetta kannski þykjó blóm?!
Komdu í Gerðarsafn og prófaðu að rækta þín eigin haustblóm úr ullardúskum!
Smiðjan er fyrir börn frá 4 ára aldri í fylgd með fullorðnum, aðgangur er ókeypis og öll velkomin.
Viðburðurinn hluti af Haustkarnivali menningarhúsanna í Kópavogi og er styrktur af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.
Krakkaleiðsögn um Fora laugardaginn 2. september kl. 15-15:30
Komið og sjáið! Súlur, höfuð af nauti og stiga sem leiðir.. ekkert!
Örn Alexander myndlistarmaður ætlar að kynna sýningu Rósu Gísladóttur, fyrir börnum og fjölskyldum þeirra. Leiðsögnin er hugsuð þannig að börn komi í fylgd fullorðinna svo úr verði skemmtileg samvera ólíkra kynslóða.
Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.