top of page

Hamraborg kallar!

508A4884.JPG

fimmtudagur, 16. janúar 2025

Hamraborg kallar!

Hamraborg festival er haldin í fimmta skipti og við bjóðum listafólki af öllum sviðum að sækja um þátttöku.
Hamraborg Festival er listamannarekin hátíð sem fer fram ár hvert í hjarta Kópavogs. Í ár er hátíðin haldin dagana 29. ágúst - 5. September 2025.

Umsóknarfrestur er 12. febrúar 2025, kl. 15:00 GMT.

Kallað er eftir myndlistarfólki, dönsurum, tónlistarfólki, stafrænu listafólki, hönnuðum, sviðshöfundum, skáldum, hugsuðum, leiðbeinendum vinnusmiðja og skapandi fólki af öllum toga.

Vilt þú sýna verk þín í óhefðbundnu rými?
Halda viðburð?
Skipuleggja vinnusmiðju?
Vinna með nærsamfélaginu?
Kanna og afhjúpa leyndardóma Hamraborgar?

Við ætlum að fagna fimm ára áfanganum með því að einblína á grósku, næringu, og að viðhalda þeim sterku rótum sem hátíðin hefur skotið niður í Hamraborg. Hátíðin býður listafólki að vinna með nærumhverfi Hamraborgar með viðburðum og sýningum sem teygja anga sína frá búðargluggum að menningarhúsum til almenningsrýma.

Hamraborg Festival er opin og þverfagleg hátíð sem fagnar list af öllum gerðum. Við höfum áhuga á fjölbreyttum verkefnum sem að m.a. kanna sjálfbærni og félagsleg tengsl, sem og verkefnum sem hlúa að menningarlegum og/eða náttúrubundnum rótum. Í ár verður haldin opnunar-skrúðganga í Hamraborg með lúðrasveit og fjölbreyttum uppákomum. Tónlistar- og listafólk getur sótt um með tillögum fyrir skrúðgönguna eða verkum fyrir lúðrasveitina. Auk þess leggjum við mikla áherslu á staðbundin listaverk sem fjalla um margbreytileika og fagurfræðiHamraborgar hvort sem það er sjónmenning, arkitektúr, hljóðmynd, bragðheimur, andrúmsloft, flóra eða dýralíf.

Við bjóðum listafólki úr öllum kimum listasenunnar á Íslandi og víðar að sækja um. Við hvetjum listafólk sem hefur persónulega tengingu við Kópavog eindregið til þess að sækja um og deila sköpun sinni með okkur.

Höldum áfram að vaxa, blómstra og dafna–saman, í allar áttir!

Hverjir geta sótt um?:
Hátíðin tekur við umsóknum frá listamönnunum óháð aldri, uppruna, starfsaldri eða menntunarstigi.
Einstaklingum sem og hópum er velkomið að sækja um.

Hvernig á að sækja um?:

Umsóknareyðublað má finna á hlekk hér að neðan:
https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSdepgPaj2o2ZZOaiPVrPO90kqJqJ9d1dmaA6Xol9GHbwgqNtA/viewform

Þóknun fyrir verkefni:
Þóknun verður greidd fyrir hvert valið verkefni. Upphæð þóknunar fer eftir umfangi og eðli hvers verkefnis.
Ófullnægjandi umsóknir verða ekki teknar til greina.

Allar sýningar standa í viku. Flestir viðburðir og tónleikar fara fram helgina 29.-31. Ágúst.

Svör við umsóknum verða send út í mars 2025.

Umsóknarfrestur 12. febrúar klukkan 15:00.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page