top of page

Gallery Port: Hótel Saga - Óstaður í Tíma - Hákon Pálsson

508A4884.JPG

föstudagur, 18. mars 2022

Gallery Port: Hótel Saga - Óstaður í Tíma - Hákon Pálsson

Hákon Pálsson - Hótel Saga: Óstaður í Tíma
Laugardaginn 19. mars næstkomandi, kl. 16:00, opnar Hákon Pálsson sýninguna Hótel Saga: Óstaður í tíma.

Sýningin stendur til fimmtudagsins 14. apríl og er opið í Gallery Port frá þriðju- til laugardags frá kl. 12:00 - 17:00.



Hótel Saga: óstaður í tíma
er ljósmyndaverk sem var fangað á einum degi í Júlí 2021 þegar hótelið hafði staðið autt í átta mánuði. Verkið skoðar bygginguna frá hugmyndinni um órætt rými (Liminal Space). Óræð rými eru staðir sem eru á mörkunum, staðir sem við ferðumst í gegnum, staðir milli landamæra frá einum tilgangi til annars. Hótel eru óræð rými. staður sem þú ferðast í gegn á ferðalagi á leiðinni eitthvað annað. Yfirgefin rými eru óræð. Rými eru alltaf byggð með tilgang í huga, án þess tilgang verður rýmið órætt.

Saga er stæðilegasta dæmið í Reykjavík um alþjóðlegan módernisma, stefnu sem lagði út með að frelsa mannkynið með því að útrýma tengingum við fortíðina og stað. Slíkar byggingar áttu að geta staðið hvar sem er óbundin symbólisma fortíðarinnar. Á yfirborðinu er lítið sem staðsetur Hótel Sögu í Reykjavík frekar en Tokyo eða Sagreb.

Þegar hún opnaði var Saga því dæmi um það sem Marc Augé kallaði óstað (non-place). Stað sem hefur hvorki tengingu við víðara samhengi, sögu né sjálfsmynd þess umhverfis sem það er í. Stað sem uppfyllir kröfur hins alþjóðlega ferðalangs um þægindi sem eru alltaf kunnugleg þó þau komi ekki frá einum stað eða samhengi. Þar fékkst Manhattan kokteill á barnum fyrir franska máltið á veitingastaðnum eftir að þú fékkst nýjustu hárgreiðsluna úr Vogue í kjallaranum. Óstaðir eru staðir viðskipta frekar en perónulegra tengsla.

En á sex áratugum varð Saga ódeilanleg umhverfi sínu og þessi stíll án samhengis varð samhengið okkar. Böll í Súlnasal, fermingar í ráðstefnusal tvö og afmæli á Grillinu sköpuðu persónulegar tengingar og tíminn, með því að líða, skapar alltaf fortíð. Þegar húsið stóð yfirgefið höfðu þær tengingar rofnað. Byggingin minnti mig á gamlar kirkjur sem höfðu breytt um tilgang og orðið leikhús eða næturklúbbur. Yfirborð lúxus og viðskipta án nokkurs til að njóta eða stunda. Staður án staðs né tíma.

Hótel Saga: Óstaður í Tíma skoðar stað sem gæti verið hvar sem er, hvenær sem er. Draumkennd ferð um fortíð án fortíðar sem þyrfti að vera þarna, þá.

Gallery Port er styrkt af Reykjavíkurborg.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page