top of page

Forval að samkeppni um listaverk í nýbyggingu Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands

508A4884.JPG

fimmtudagur, 20. febrúar 2025

Forval að samkeppni um listaverk í nýbyggingu Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands

Háskóli Íslands í samstarfi við Nýjan Landspítala ohf. (NLSH) og Samband íslenskra myndlistarmanna (SÍM) bjóða myndlistarmönnum að taka þátt í forvali að lokaðri samkeppni um listaverk í nýbyggingu Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands (HVS).

Um er að ræða listaverk innan- og utanhúss nýbyggingar HVS semhýsir kennslu- og rannsóknaaðstöðu. Arkitektar byggingarinnarhafa lagt til möguleg svæði fyrir listaverk.

Samkeppnin mun fara fram eftir samkeppnisreglum Sambands íslenskra myndlistarmanna, þ.e. lokuð samkeppni með opnu forvali. Í fyrri áfanga samkeppninnar, forvali, mun forvalsnefnd velja fimm myndlistarmenn og/eða listamannahópa úr innsendum þátttökutilkynningum til þátttöku í seinni hluta samkeppninnar.

Tilkynning um þátttöku skal innihalda nafn/nöfn þátttakenda, kennitölu/-r og netfang/-föng. Stuttan texta þar sem gerð egrein fyrir áhuga á verkefninu ásamt forsendum og hæfni til þess að útfæra varanleg inni og/eða útilistaverk. Ferilsskrá og myndir af fyrri verkum. Rétt til að tilkynna þátttöku í forvali hafa allir myndlistarmenn. Tungumál samkeppninnar er íslenska.

Fyrirspurnir í forvalshluta samkeppninnar skal senda á netfangið: trunadur@nlsh.is fyrir 21. febrúar nk. Umsóknir um þátttöku sendist á netfangið: trunadur@nlsh.is fyrir kl. 16:00, 28. febrúar 2025.

Allar nánari upplýsingar má finna á www.nlsh.is

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page