Eyrarrósin: Auglýst eftir umsóknum

fimmtudagur, 20. mars 2025
Eyrarrósin: Auglýst eftir umsóknum
Hvaða framúrskarandi menningarverkefni hlýtur Eyrarrósina 2025?
Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Icelandair auglýsa nú í nítjánda sinn eftir
umsóknum um Eyrarrósina, viðurkenningu sem veitt er framúrskarandi menningarverkefni í
landsbyggðunum. Horft er til þess að verkefnið hafi fest sig í sessi, verið starfrækt í yfir þrjú
ár og hafi áhrif á menningarlíf á sínu landssvæði.
Menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði hlaut Eyrarrósina árið 2023 en meðal fyrri
verðlaunahafa má nefna Handbendi á Hvammstanga, Bræðsluna á Borgarfirði eystra,
Skaftfell, Frystiklefann á Rifi, Aldrei fór ég suður, Ferska vinda í Garði, List í ljósi á Seyðisfirði
og Skjaldborg á Patreksfirði.
Eyrarrósarhafinn hlýtur 2,5 milljón króna peningaverðlaun. Framleitt verður sérstakt
myndband um verkefnið og því gefinn kostur á að standa að viðburði á aðaldagskrá
Listahátíðar í Reykjavík 2026.
Hvatningarverðlaun Eyrarrósarinnar
Hvatningarverðlaun Eyrarrósarinnar verða nú veitt í þriðja sinn til þriggja nýlegra verkefna
sem sýna faglegan metnað bæði í rekstri og listrænni sýn. Hver hvatningarverðlaun eru 750
þúsund krónur.
Umsóknarfrestur um Eyrarrósina og hvatningarverðlaun Eyrarrósarinnar er til
kl. 16:00 mánudaginn 24. mars.
Allar nánari upplýsingar um fyrirkomulag Eyrarrósarinnar og umsóknareyðublað má finna á
vef Listahátíðar: www.listahatid.is/eyrarrosin