top of page

Enginn getur allt en allir geta eitthvað

508A4884.JPG

fimmtudagur, 3. október 2024

Enginn getur allt en allir geta eitthvað

Sýning á listaverkum eftir starfsfólk í Ási vinnustofu Borgarbókasafnið Árbæ Stendur til 5. janúar 2025

„Enginn getur allt en allir geta eitthvað“ er yfirskrift sýningar sem opnaði nýverið á Borgarbókasafninu í Árbæ. Þar getur að líta afrakstur vinnu listafólksins í Ási. Í vinnustofunni Ási er lögð áhersla á að skapa fólki með skerta starfsgetu vinnuaðstöðu sem sniðin er að þörfum hvers og eins. Listsköpun skipar þar stóran sess, til að mynda er unnið með ull og leir, með aðferðum sem miða að því að öll fái tækifæri til að taka þátt. Þessi aðferðarfræði hefur hjálpað mörgum við að þróa áfram sína listsköpun.

Auk listsköpunar fer fram margskonar annað starf í Ási. Þar eru bæði saumastofa og smíðastofa og unnið er við ýmiskonar pökkun og fleiri verkefnum sinnt fyrir stofnanir og fyrirtæki.

Sýningin stendur til 5. janúar. Áhugasöm geta keypt verk í gegnum verslun Áss í Ögurhvarfi 6.

Listafólkið sem á verk á sýningunni:

Erla Rós Pétursdóttir, Guðmundur Stefán Guðmundsson, Haraldur Þorgeirsson, Helga Matthildur Viðarsdóttir, Nanna Pétursdóttir, Hilmar Jónsson, Ingi Hrafn Stefánsson, Jón Tryggvason, Óli Baldur Hartmannsson, Sigurður Friðrik, Sigríður Aníta Rögnvaldsdóttir, Þórunn Klara Hjálmarsdóttir, Vigdís Sigurlaug Kjartansdóttir, Elín Sigríður María Ólafsdóttir, Sigríður Aníta Rögnvaldsdóttir, Þórunn Klara Hjálmarsdóttir, Soffía Þorkelsdóttir, Soffía Rúna Jensdóttir, Linda Björk Ólafsdóttir, Sunna Ósk Stefánsdóttir, Unnur Ása Guðmundsdóttir, Katrín Guðrún Tryggvadóttir, Harpa María Ívarsdóttir, Fanný Erna Maack, Sigurður Hreinn Eronson, Sigrún Huld Viðarsdóttir, Ingibjörg Lovísa Aðalbjörnsdóttir, Ása Björk Gísladóttir.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page