top of page

Eitt andartak með þér í Gallerí Gróttu

508A4884.JPG

föstudagur, 21. mars 2025

Eitt andartak með þér í Gallerí Gróttu

Aldís Ívarsdóttir opnar sýningu sína Eitt andartak með þér fimmtudaginn 20. mars kl. 17:00 í Gallerí Gróttu.

Aldís Ívarsdóttir er fædd árið 1961. Hún stundaði nám við Myndlista og handíðaskóla Íslands “MHÍ” og hefur jafnframt sótt ýmis myndlistarnámskeið í gegnum árin ásamt grafískri hönnun. Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis. Náttúruöflin sem eru stöðugt á hreyfingu og oft með miklum krafti, eru innblásturinn að verkum Aldísar. Hún notast við margskonar tækni til að koma litunum á strigann og ólíkar aðferðir gefa mismunandi útkomu sem er oft mjög skemmtilegt. Aldís tæmir hugann, hefur engar fyrirfram hugmyndir fyrir utan val á litum hverju sinni, hún snýr striganum stöðugt þegar hún er að vinna og lætur verkið þróast og skapa sig sjálft. Verkin á sýningunni eru flest unnin á covid-tímanum og hafa aldrei verið á sýnd áður. Nokkur nýrri verk fljóta þarna með.

Helmingur söluandvirðis af þeim verkum sem seljast, mun renna til Píeta. Samtökin vinna mjög mikilvægt starf og fjölgar þeim sem leita til þeirra ár hvert. Þeir reka hjálparsíma allan sólarhringinn, alla daga ársins og um 5000 símtöl berast til þeirra ár hvert (sími P: 552-2218). Einnig eru um 3000 einstaklingar á ári sem fá gjaldfrjálst viðtöl hjá fagaðilum, sem eru með starfsleyfi frá landlækni. Hægt er að leggja fram frjáls framlög beint á reikning Píeta: 0301-26-041041 KT: 410416-0690

Ævi okkar samanstendur af andartökum, með okkur sjálfum og öðrum. Hvert andartak býr til upplifun og minningu síðar meir, stundum gleðjumst við yfir þeim og stundum söknum við sárt. Fyllum hvert andartak af góðum upplifunum með okkur sjálfum og þeim sem við elskum.

Anna Tóth, leikur einleik á barokkselló við opnun sýningarinnar.

Sýningin er opin á afgreiðslutíma bókasafnsins.

Síðasti sýningardagur er miðvikudagurinn 16. apríl. 2025

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page