Drifbone - Ljósstofa // sýningaropnun

fimmtudagur, 13. mars 2025
Drifbone - Ljósstofa // sýningaropnun
Lara Roje opnar sýninguna „Drifbone - Ljósastofa“ og pop-up vinnustofu á verkum sínum laugardaginn 8. mars að Rauðarárstíg 1, milli kl. 16-18.
Verkin sýna samspil móðir náttúru og manngerðra muna sem eitt sinn þjónuðu öðrum tilgangi. Bein, gler, ull og annað úr íslenskri náttúru er parað saman við skrautmuni eða aðra nytjamuni sem við könnumst við frá fyrri tíð en sjást sjaldan á nútíma heimilum. Lara sameinar ólíka efniviði í verkum sínum og gefur þeim nýtt hlutverk í klassískum stíl.
Lara Roje (f.1980) er sjálfmenntuð listakona og kemur frá Split í Króatíu. Hún er með MA í íslensku sem annað mál og kennir íslensku. Hún býr og starfar í Reykjavík.
Sýningin stendur til 31. Mars.
Léttar veitingar í boði á opnunardegi.