top of page

Díana Margrét Hrafnsdóttir í Litla Gallerí

508A4884.JPG

þriðjudagur, 13. júní 2023

Díana Margrét Hrafnsdóttir í Litla Gallerí

Díana Margrét Hrafnsdóttir opnar sýningu í Litla Gallerí fimmtudaginn 15.júní n.k.. Um er að ræða glæný verk sem Díana hefur unnið að síðastliðna mánuði og ber sýningin heitið "Úr öðrum heimi".

"Hvar er annar heimur?
Er annar heimur draumheimur eða raunheimur?
Er annar heimur ímyndun okkar eða veruleiki"?

Díana Margrét útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands vorið 2000 með BA gráðu í myndlist. Áður og samhliða náminu stundaði hún nám í leirlist við Myndlistaskólann í Reykjavík. Einnig hefur hún sótt ýmis önnur námskeið tengd listsköpun.

Díana Margrét hefur haldið nokkrar einkasýningar hérlendis og tekið þátt í samsýningum heima og erlendis. Frá útskrift hefur hún kennt myndlist í leik- og grunnskólum samhliða listsköpun sinni.
Díana Margrét er fædd og uppalin í Hafnarfirði og bera verk hennar vott um umhverfi æsku hennar; dulúðin í hrauninu og kraftar náttúrunnar.

Díana Margrét er félagi í Íslenskri Grafík og Sambandi Íslenskra Myndlistarmanna (SÍM).
Sérstök sýningaropnun verður fimmtudaginn 15. júní frá 18:00-20:00 og allir hjartanlega velkomnir.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page