Bakland LHÍ — Félagsfundur 1. apríl kl. 17 í Hannesarholti

fimmtudagur, 27. mars 2025
Bakland LHÍ — Félagsfundur 1. apríl kl. 17 í Hannesarholti
Félagsfundur Baklands Listaháskóla Íslands verður haldinn í Hannesarholti þriðjudaginn 1. apríl frá 17–18.30.
Kristín Eysteinsdóttir, rektor, verður gestur fundarins. Hún kemur til með að kynna fyrir félagsmönnum stöðuna í málefnum skólans.
Á meðal fundarefna verður eftirfarandi:
- hvernig málefni skólans eru að þróast eftir skipulagsbreytingar,
- staðan í fjármálum skólans og breytingar eftir niðurfellingu skólagjalda,
- hvernig útlitið er með húsnæðismálin
- hvort og hvernig áherslur hafa breyst með nýrri ríkisstjórn.
Eftir kynningu Kristínar verða umræður um málefni skólans þar sem Kristín situr fyrir svörum.
Í lokin verður boðið upp á léttar veitingar og þá er hugmyndin að fólk geti rætt það sem komið hefur fram á fundinum á léttari nótum.