ART67: Guðrún Helga Gestsdóttir

fimmtudagur, 6. febrúar 2025
ART67: Guðrún Helga Gestsdóttir
Guðrún Helga ólst upp í Borgarnesi og var í mörg sumur í sveit á einum af fallegri stöðum þessa lands þar sem var mikill trjágróður, kjarr og skógrækt ríkisins á næstu grösum. „Þarna á fjölskylda mín sumarhús með dásamlegu útsýni yfir stöðuvatn og víðan sjóndeildarhring og reyni ég að koma í veg fyrir að tré og runnar byrgi sýn. Og þá þarf stundum að fjarlægja greinar eða jafnvel fella tré. En það er hægt að mála þau, festa þau á striga. Á vinnustofunni verða þau stundum óraunveruleg hugarsmíð í sterkum litum“
Guðrún Helga hefur teiknað og málað meira og minna frá barnæsku. Eftir að hún fluttist á höfuðborgarsvæðið hefur hún sótt fjölda námskeiða hjá Myndlistaskóla Reykjavíkur og Myndlistaskóla Kópavogs og haft ýmsa góða kennara og leiðbeinendur.
Hún er með vinnustofu í Auðbrekku 6 í Kópavogi ásamt fleirum og eru opnar vinnustofur tvisvar á ári. Guðrún Helga hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum.
Sýningin stendur til loka febrúar í ART67 Laugavegi 61, er sölusýning og eru öll hjartanlega velkomin.
Art67 er opið sem hér segir: Mánudaga - föstudaga 11:00 - 18:00 Laugardaga 11:00 - 17:00 Sunnudaga 13:00 – 16:00