top of page
ART67: Örvar Árdal – Gestalistamaður apríl

fimmtudagur, 27. mars 2025
ART67: Örvar Árdal – Gestalistamaður apríl
Örvar Árdal er fæddur á Ísafirði en alinn upp í Hveragerði. Hann er sjálflærður listamaður og byrjaði ungur að mála. Viðfangsefnin eru yfirleitt fantasíur en einnig fólk og landslags- og hestamyndir. Hann málar með olíu á striga og hugmyndir og áhrif koma úr öllum áttum.
Örvar hélt sína fyrstu listsýningu í Hveragerði 1997 og hefur haldið ótal einkasýninga og tekið þátt í mörgum samsýningum.
Sýningin stendur frá 1. til 30. apríl, er sölusýning og eru öll hjartanlega velkomnir.
Art67 er opið sem hér segir: Mánudaga - föstudaga 11:00 - 18:00 Laugardaga 11:00 - 17:00 Sunnudaga 13:00 – 16:00
bottom of page