top of page

MÝKRA EN SKUGGI - Alfa Rós Pétursdóttir

508A4884.JPG

fimmtudagur, 20. mars 2025

MÝKRA EN SKUGGI - Alfa Rós Pétursdóttir

Hjartanlega velkomin á opnun sýniingarinnar, MÝKRA EN SKUGGI, í Gallerí Göngum, laugardaginn 22.mars kl 14-16.

Alfa Rós Pétursdóttir er myndlistarkona sem brúar bilið milli samtímalistar og hefðbundins handverks.
Verk hennar einkennast af blöndu af útsaumi, flosi og öðrum handverksaðferðum en erfðaefni listar hennar samanstendur af litum, flæði og formum ásamt knýjandi þörf fyrir að kanna hið óþekkta í umhverfinu og sjálfu sér.

Alfa útskrifaðist með BA gráðu frá Gerrit Rietveld akademíunni í Amsterdam árið 2011. Eftir útskrift flutti hún aftur til Íslands, vann í hlutastarfi við listina og sýndi verk sín ásamt fullu kennslustarfi og lauk MA gráðu í Hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands.

Alfa Rós hefur starfað sem listamaður frá og með árinu 2018, haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum. Alfa hlaut menningarstyrk frá ASS (American Scandinavian Society) árið 2023 og er skráð hjá New York galleríinu Pen&Brush.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page