top of page

Þorgeir Ólason: Cargo art?

508A4884.JPG

miðvikudagur, 5. febrúar 2025

Þorgeir Ólason: Cargo art?

Endurnýting - endurvinnsla – endurmótun endurröðun.

Þessi orð eiga við um öll verkin á sýningunni sem áttu sitt fyrra líf í formi flutningaumbúða og Toggi hefur valið að kalla Cargo art?.

Einnota, fjölnota, endurnota eru hugtök sem togast daglega á í okkur, ásamt hugmyndinni að „flokka“ sem neyðir okkur í hrað-neyslu umhverfi nútímans til þess að taka afstöðu til hlutanna; eyða þeim eða endurskapa þá, einhverskonar framhaldslíf. Efnið fær oft að stýra endanlegri útkomu og vinnslan sem er hröð, hrá og hættuleg en öguð þar sem sögð er saga með nýjum veruleika.

Toggi er borinn og barnfæddur Hafnfirðingur. 1980-1982 lagði stund á módel teikningu við Myndlista- og handíðaskóli Íslands. Veturinn 1987-1988 var hann í Thorstedlund Kunsthøjskole í Frederikssund. Hann lauk síðan námi í skúlptúr frá Mynd- og handíðaskóla Íslands árið 1994 en á þeim tíma var hann einnig skiptinemi í Academie Minerva í Hollandi þar sem hann lagði stund á afsteypu tækni í bronsi.

Á námsárum sínum í MHÍ hafði hann tækifæri á því að vera í verknámi hjá Gesti Þorgrímssyni myndhöggvara við stein höggmyndir og einnig hjá Pétri Bjarnasyni myndhöggvara í málmsteypu og mótagerð. Toggi starfaði lengi sem leikmyndahönnuður í leikhúsi, auglýsingum og bíómyndum áður en hann fór að vinna með fólki, sem ráðgjafi.

Samhliða brauðstriti hefur Toggi alltaf fengist við listsköpun í einni eða annarri mynd og um mitt ár 2024 sneri Toggi sér síðan alfarið að myndlist og er þessi sýningin, Cargo art er hans fyrsta afsprengi af þeirri kúvendingu.

Sérstök sýningaropnun verður fimmtudaginn 6. febrúar frá 18:00-20:00 og allir hjartanlega velkomnir!


English

Reuse - Recycle - Reform - Rearrange

All words that could be used to describe the process behind the pieces that have been transformed from old cargo packing materials and Toggi has dubbed Cargo Art.

Single-use or reusable: concepts that battle daily in our everyday lives. Today’s hyper-consumptive way of living forces us to constantly make decisions about the products we go through: to destroy or repurpose into a new form of life. In Cargo Art, the material is often a deciding. Factor in the final outcome and the process is fast and raw; dangerous but disciplined, while telling a story of a new reality.

Toggi is a Hafnarfjörður native. Between 1980-1982 he studied model drawing at the Icelandic College of Arts and Crafts. He spent the winter of 1987-1988 at the Thorstedlund Folk High School in Frederikssund. In 1994 he graduated as a sculptor from the Icelandic College of Arts and Crafts, but during his studies he also spent a year at the Academie Minerva in Holland, where he specialised in bronze casting.

During his studies at the ICAC he also had an opportunity to apprentice with sculptor Gestur Þorgrímsson where he studied stone carving, and with sculptor Pétur Bjarnarson where he studied metal casting and the craft of making a cast. Toggi also worked extensively as a set designer in both films and theatre, before turning his hand to working with people and personal development as counselor.

No matter the day job though, art and creation continued being an integral part of Toggi’s life and in 2024 he finally decided to devote all his time to this calling. The result of this turning of the tide is Cargo Art.

There will be a special exhibition opening on Thursday, February 6th from 18:00-20:00 and everyone is welcome!

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page