top of page

Það Birtir Aftur/ The Light Comes Back. Mjólkurbúðin - Salur Myndlistarfélagsins

508A4884.JPG

fimmtudagur, 27. mars 2025

Það Birtir Aftur/ The Light Comes Back. Mjólkurbúðin - Salur Myndlistarfélagsins

Gillian Pokalo heldur sina einkasýningu í Mjólkurbúðinni - Sal Myndlistarfélagsins á Akureyri frá 28.mars til 6 apríl 2025.

Þessi sýning fæddist í skammdeginu, frá nóvember 2024 til mars 2025. Á tímanum þegar myrkrið umvefur okkur eins og hlýtt teppi og norðlæg dagsljós verða sannarlega töfrandi í hverfulleika sínum. Eitt slíkt fyrirbæri er glitský. Með því að sameina ljósmyndir í formi silkiþrykks og málverk fjallar þessi sería um hverfulleika, seiglu og heillandi heilunarmátt íslenskrar náttúru. Myndaröðin endurspeglar núverandi stöðu í heiminum og fangar þessi dýrmætu, fallegu augnablik sem eru tákn um von. Það birtir aftur.

Verk Gillian hafa verið innblásin af landslagi Íslands og tilfinningaríkum himninum allt frá fyrstu heimsókn hennar árið 2014. Það sem gerðist svo var þróun í átt að því lifi sem hún lifir nú hér á Akureyri, sem bæði listkennari og myndlistarkona. Fyrsta heimsókn hennar leiddi af sér fjölda annarra ferðalaga, listamannadvala, námskeiða, veggjamálunar, og loks að því að búa heimili sitt á Akureyri með eiginmanni sinum og sonum.

Áður en hún flutti til Íslands átti Gillian virkan listferil í og við Philadelphiu í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum, þar sem verk hennar voru reglulega á sýningum í galleríum. Hún var meðlimur í mörgum listasamtökum og í dag er hún m.a. meðlimur í Professional Artist Network fyrir Speedball Incorporated, sem er framleiðandi silkiprentvara í Bandaríkjunum. Frá því að hún útskrifaðist frá Moore College of Art Design árið 2005 hafa verk hennar verið á mörgum opinberum stöðum og í einkasöfnum bæði í Bandaríkjunum og á Íslandi, þar á meðal 20th Century Fox, Duus Safn í Keflavík, Phoenixville, Pennsylvianíu og fleiri.

Endilega kíktu á heimasíðu hennar til að fá betri hugmynd um ferilinn og verk Gillian.

Fos. 28.3- 17:00-20:00 Opnunarmóttaka
29.3 og 30.3 - 14:00-17:00
4.4 17:00-20:00
5.4 og 6.4 - 14:00-17:00


English

Gillian Pokalo has a solo show at Mjólkurbúðin - Sal Myndlistarfélagsins in Akureyri from March 28 through April 6, 2025.

The Light Comes Back

The pieces in this exhibition were created during the season of darkness, from November 2024 through March 2025. It is a time when the darkness wraps us like a warm blanket, and the northern daylight skyscapes become truly magical in their transience. One such phenomenon is that of glitský. Merging photographic documentation in the form of photoscreenprinted imagery and painting, this series speaks to the transience, resilience, and awe-inspiring healing ability of Iceland’s nature. This series reflects on the current state of affairs of the world, and offers up prayer of hope. The light comes back.

Gillian’s work has been inspired by Iceland’s landscapes and emotive skyscapes ever since her first visit in 2014. What then transpired was a natural acceleration towards the life she now lives here in Akureyri as both an art educator and visual artist: her first trip turned into multiple travel opportunities, followed by artist residencies, teaching workshops, painting murals, and finally leading her to make her home in Akureyri with her husband and his sons.

Before moving to Iceland, Gillian maintained an active art career in and around Philadelphia, Pennsylvania, USA where she was a regularly featured gallery artist, and she was a member of multiple local art organizations. She is a member of the Professional Artist Network for Speedball, Incorporated, which is a producer of screen printing supplies in the US. Since graduating Moore College of Art & Design in 2005, her work has been in multiple public and private collections in both the USA and Iceland, including 20th Century Fox, Duus Museum in Keflavik, the township of Phoenixville, Pennsylvania and much more. Please visit her website for a more complete picture of her extensive career.

Friday March 28, 5-7pm, opening reception!
Saturday and Sunday, March 29-30, 2-5pm
Friday April 4, 5-7pm
Saturday and Sunday, April 5-6, 2-5pm

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page