top of page

Úthlutun úr Styrktarsjóði Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdóttur

508A4884.JPG

fimmtudagur, 28. nóvember 2024

Úthlutun úr Styrktarsjóði Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdóttur

Úthlutað var úr Styrktarsjóði Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdóttur í 14. sinn í dag, 21.
nóvember og hafa þá 22 listamenn hlotið styrk úr sjóðnum frá því fyrst var veitt úr honum
1995. Sjóðnum er ætlað að styrkja unga og efnilega listamenn. Alls bárust sjóðnum 45
umsóknir.

Styrkurinn rann að þessu sinni til Emmu Heiðarsdóttur og Loga Leós Gunnarssonar.
Emma útskrifaðist með mastersgráður frá Royal Academy of Fine Arts í Antwerpen árið
2018 og hefur tekið virkan þátt í sýningarhaldi á Íslandi og erlendis síðan. Hún hefur haldið
10 einkasýningar frá því hún útskrifaðist og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum þar á
meðal í viðurkenndum söfnum. Hún hefur einnig hlotið ýmsa styrki og viðurkenningar fyrir
störf sín, þar á meðal listamannalaun og styrk frá Myndstefi og Myndlistarmiðstöð.
Í verkum sínum notar Emma innsæi og húmor til að kanna umhverfið og varpar þannig
nýju og óvæntu ljósi á aðstæður.

Logi Leó útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2014 og hefur síðan tekið
virkan þátt í íslensku myndlistarlífi en jafnframt sýnt erlendis. Logi hefur fegnið úmsar
viðurkenningar fyrir verk sín og verið valin á margs konar samsýningar í viðurkenndum
söfnum á Íslandi, í Kaupmannahöfn, Berlín og Moskvu.

Logi Leó notar iðulega hljóð sem upphafspunkt verka sinna og þá oft í tengslum við
hreyfingu. Saman skapa þessir þættir iðulega spennu sem fangar áhorfandann.
Áður hafa eftirfarandi listamenn hlotið styrk úr sjóðnum: Ósk Vilhjálmsdóttir (1995), Helgi
Hjaltalín Eyjólfsson (1997), Kristín Gunnlaugsdóttir (1997), Arngunnur Ýr Gylfadóttir (1999),
Guðný Rósa Ingimarsdóttir (1999), Þóroddur Bjarnason (1999), Olga Bergmann (2003),
Hildur Bjarnadóttir (2005), Sigga Björg Sigurðardóttir (2005) Birgir Örn Thoroddsen (Curver)
(2009), Sara Riel (2009), Sirra Sigrún Sigurðardóttir (2012), Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir
(2012), Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir (2013), Ragnar Þórisson (2013), Þór Sigurþórsson
(2015), Fritz Hendrik Berndsen (2017), Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir (2017), Steinunn
Önnudóttir (2019), Melanie Ubaldo (2021).

Styrktarsjóðurinn er í vörslu Listasafns Íslands. Í stjórn sitja Björn Karlsson, Matthías
Matthíasson, Guðmundur Andri Thorsson og safnstjóri Listasafns Íslands. Úthlutunarnefnd
er skipuð fulltrúum Listaháskólan Íslands, Samband íslenskra myndlistarmanna og
Listasafns Íslands

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page